<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Tuesday, November 30, 2004

Ég trúi ekki sjálfum mér. Ég geri ekki annað þessa dagana en að borða mandarínur og hugsa um jólin. Ég sit núna á bókasafninu og hlusta á Jólastjörnuna á netinu. Kannski heyri ég í sjálfum mér.


Ég vil byrja á því að kasta afmæliskveðju í loftið. Enginn annar en Skyri Sky á afmæli í dag. Ég tala hér auðvitað um hann Ásgeir Tryggvason sem hefur verið minn besti vinur í ein 20 ár. Ungur maður er ég enn og eru 20 ár ekkert smá miðað við það. Ég flutti í Eskihlíðina þegar ég var um 4ra ára markið, ég held árið 1983, og nokkurn veginn fyrsta andlitið sem ég leit augum þar var andlitið á Skyra Sky. Gengið höfum í gegnum margt og nú er kallinn orðinn 26 ára gamall. Ég fylgi bráðum í þann hóp mann, ég hef það tromp á hendi að vera fæddur alveg undir lok ársins þannig ég er alltaf yngstur eða svona í flestum tilfellum. Allavega til hamingju með daginn Ásgeir minn.


Það er svona flest að líða undir lok hérna hjá mér í skólanum, stend í næstsíðustu vikunni og margt að gera í henni. Í dag hélt ég og Elif, systir mín bekkjar, fyrirlestur um Krítarhringinn í Kákasus og ég bar þar saman tvær uppfærslur á honum, eina enska og aðra íslenska. Ég vildi að ég hefði haft vit á því að fara í Þjóðleikhúsið í nóvember 1999 og séð þessa uppfærslu sem virðist hafa verið alveg mgnað mangó. Hvað um það, búinn með fyrirlesturinn.

Á morgun er hins vegar pólitísku ræðurnar okkar sem við flytjum úti á lóð fyrir framan allt og alla sem eiga leið hjá. Gaman það verður. Svo verður ljóðakynning á föstudagskveldið næstkomanda og svo næsta þriðjudagskveld verður svo "songshare". Allt að gerast í lokavikum þessa árs og annað verður ekki sagt um það.


Helgin síðasta fer alveg hreint á spjöld sögunnar fyrir lítilræði í gjörðum og hreyfingu. Rassafarið, sem var fyrir í sófanum, er orðið enn dýpra og reiðara og sviettara en það var og ekki fer ég þangað í bráð því ég á að hættu að falla djúpt í dimm skúmaskot gervileðursins.

Reyndar fór maður aðeins á pöbbinn á föstudagskveldið eftir sýningu þriðja ársins og þar hitti maður hann Jerome stóra snilling bjórdrykkjumann frá Wales. Við ákváðum að hann kæmi í heimsókn á sunnudaginn í Setrið því mikil fótboltaveisla var þann dag. Sló ég þannig á frest leikhúsferðum og Londonhangsi eins og ég hafði ætlað en lærði þess í stað allan laugardaginn fyrir fyrirlesturinn. Duglegur mjög.

Þannig ekkert gerði ég á laugardaginn en sunnudagurinn kom með pompi og practically geðveikum fótbolta. Fyrst var horft Newcastle og Everton sem var bara upphitun því eftir það var það Liverpool sem tók á moti Arsenal. Geðsýki og ekkert annað lýsir þessum leik sem mínir léku eins og hetjur. Allt leit út fyrir að sigla í 1-1 jafntefli þegar ca. 7 sekúndur voru eftir tók Neil nokkur Mellor boltann á lofti og setti hann í hornið fjær af svona 25 metra færi. Djísös kræst í bland með poka. Allt trylltist á gólfinu í Setrinu og kátur var kallinn með eindæmum.

Þvínæst voru það Inter og gamla tjellingin í Juventus sem öttu kappi á Eurosport GB og enn eitt jafnteflið staðreynd fyrir Inter. Shift maður. En engu að síður góður fótboltaglápsdagur en þegar maður áttar sig allt í einu á því að maður er búinn að sitja á sama punktinum við að glápa á boltann í 9 tíma segir maður nú hingað og ekki þangað og ekki alveg halda lengra í bili. Alveg hreint búinn eftir þetta gláp, farinn í bólið um 2330, gerist ekki oft.


Ég er leikhúsfrík náttúrulega eins og ég var búinn að blasta hérna yfir krádið. Fór í gærkveldi í National Theatre og sá Buried Child eftir Sam Shephard. Langaði obboslega að sjá þetta stykki því ég tók mónólóg úr því þegar ég sótti um skólana alla í fyrra. Svo var líka hann M. Emmet Walsh í aðalhlutverki sem ég hef dýrkað í mörg ár, hann lék meðal annars í Bigfoot og My Best Friends Wedding svo eitthvað sé nefnt. Þetta var aleg hreint geðveikt stykki og þarna var á ferðinni ofurleikur ef hann er þá til. Og svo var ekki verra að hún Jac mín sem ég bý með vinnur í "Ðe Natjónal" og ég og Siggi fengum barasta ókeypis. Þannig ókeypis snilld í boði hússins í gærkveldi og ekki er það neinn hor.


Eftir helgi ofáts, sjónvarpsgláps og hlauporma-flenginga (sjá Rauttbull.is) verð ég að segja að svefn er mér ofarlega í huga um tessar mundir, ég virðist vera orðinn langþreyttur og illa sofinn svona í hausinn minn. Virðist samt ekki geta sofið neitt sérlega mikið út um helgar, vakna alltaf of snemma ef einhver spyr mig álits, eins og smábarn sem bíður með óþreyju að horfa á "Með Afa" um helgar og getur því ekki sofið. Hélt ég væri vaxinn upp úr því en hvað veit ég???

Ég kveð semsagt í bili sem og kálfur á stórbýli með bústólpa og óðalsbónda innan um bolla, rollur og bagga. Mix.

Friday, November 26, 2004

Sit á safninu og horfi út um gluggann. Sé að það er alveg gullfallegt veður úti og svo er kominn í heiminn gullfallegur drengur. Lítill frændi mættur á svæðið og allir eru ríkari fyrir vikið.


Nú lít ég á mig sem mann leikhússins og nýt ég þess að sækja listaviðburði ýmis konar. Gripin er um mig mikil baktería sem gerir mig algjörlega vitlausan í allar leiksýningar sem eru í boði. Ég er bara ekki fjáður mjög og loðinn um lófanna, er samt loðinn allsstaðar annars staðar, þannig ég get ekki leyft mér að sækja leikhúsin eins mikið og mig lystir eða eins og um vindinn eina og sanna væri að ræða.

Ég fór samt um daginn og sá Cloaca í Old Vic og mig langaði svo allt í einu að sjá hvernig Christian Slater gæti túlkað hið krefjandi hlutverk R. P. McMurphy í "One Flew Over The Cuckoos Nest". Það er semsagt í gangi núna í Gielgud Leikhúsinu hér í bæ og mig kitlandi lítið eitt að sjá djöfulinn á sviði. Ég hringdi því í miðasöluna og ætlaði að spyrjast fyrir um verð og nemendaafslætti og fleira.

Svaraði mér kona eftir dúk og disk og virtist hún vera öll í áhugalausari kantinum. Nennti hún varla að svara mér þegar ég spurðist fyrir um afslætti og verð og virtist hún vera að teygja á sér eða rembast eitthvað á meðan hún talaði í símann. Ég sá reynadar fyrir mér ófríska konu sem sat á klósettinu sem var að ljúka við 300 gramma súkkulaðistykki og kærði sig kollótta um hvort einhver nemi fengi aflátt eða ekki.

Náði ég samt að fiska upp úr konunni að ódýrust miðarnir kostuðu 17.50 pund og það eitthvað háð þeim sem kallaðist "restricted view". Ég greip það á lofti og spurði hana hvað það þýddi. Hún svaraði að þá sæi ég ekki allt sem gerðist á sviðinu. Ég spurði hana á móti hvort ég sæti upp í rjáfri og sæi bara helmingin af sviðinu. "Something like that", svaraði konan sem var um þetta leiti alveg að lognast út af.

Fyrr má nú vera glæpamennskan. Maður vill sjá hérna show með súperstjörnu sem væntanlega getur ekki leikið þetta hutverk fyrir fimmeyring og það eina sem er í boði er sæti á þakinu fyrir morðfjár. Ég held nú ekki. Frekar veiði ég mér dúfu og læt hana skíta á mig á meðan ég horfi á fokking myndina með Jack og fleiri alvöru leikurum. Herregúd.


Leikhúsfríkið ég fór svo náttúrulega í leikhús í gær og sá Hamlet gera allt kreisí í Barbican Theatre. Þessu stykki var stýrt af Japana nokkrum og sá maður gildin japönsku út um allt. Samúraija búningar og fleira gómsætt eins og grímur og látalæti ýmis konar. Svo var japanskur leikari í castinu allan tímann. Já hann var sko í kastinu. Sýningin var visually stimulating í meira lagi en frekar fannst mér hún löng svona í annan endan átti erfitt með að halda með augunum mínum fyrir hlé, ekki gott að fara á svona massívann Hamlet þegar maður er sybbinn og skólinn er strangur.

Svo strangur er skólinn að uppgjörstímar í hreyfingu verða í fyrramálið klukkan 9.30, ég bið fólk um að vera stundvíst. Það féll niður enn einn hreyfingartíminn í dag og það gera alls fimm tíma sem fallið hafa niður. Þó það sé stundum gott að fá frí í hreyfingu er samt ekki sniðugt að missa svona marga tíma úr. Slæmt mál og algjört rassgat.


Eins og hægt er að lesa úr þessu þá er ekkert á döfinni í kvöld nema nemendasýningin hin fjórða og svo barasta heim að sofa og hvíla sig fyrir uppbótina á morgun. Svo náttúrulega bara meira leikhús um helgina. Rommel og Lúlú eru byrjuð saman aftur og kannski kíkir maður á þau.

Veriði ble en ekki of ble.

Wednesday, November 24, 2004

Í dag er merkur dagur eins og alla aðra daga. En í dag eru ekki meira en 13 ár síðan að tanngarðurinn mikli féll frá. Ég tala hér um hann Freddie Mercury sem allir eiga að dýrka þó að sé ekki nema einu sinni um ævina. Ég minnist hans hér með.


Er bara í gati núna, falla niður tímar eins og flest sem fallið gæti í grýttan veg jarðar. Sit heima og blogga þetta lítilræði. Ég var að pakka inn jóla og afmælis fyrir Þrölla bró, sendi á eftir. Treysti svona breska póstinum tæplega fyrir þessum pakka. Einhversstaðar innan kerfisins eiga að vera flatkökur og nokkur eintök af Lesbók Moggans sem mamma sendi einhverntíma á síðasta ári. Þeir eru sérstakir tappar þeir hjá póstinum.

Talandi um jólagjafir þá fór ég um síðustu helgi, á laugardaginn, niðrí bæ og kláraði flestar svona jólagjafir og innkaup sem fylgja þessu öllu hreinlega saman. Maður verður að vera snemma í þessu ef maður þarf að senda á milli landa og svona. Hann Thijs minn bekkjarfélagi varð 21 á sunnudaginn og haldið var upp á það á laugardagskveldið þar af leiðandi komu flestir á árinu niðrí London og ég hitti þau þar. Við fórum á klúbb þann er Wax gengur undir heiti. Gerður var góður djöfull þar en ekki of lengi því ég var alveg þurr eftir bæinn allan daginn. Kominn samt seint heim því það tekur alltaf eillífðir að koma sér heim.

Á sunnudaginn átti Rose Bruford Mulningsvélin að taka á móti liði fótboltans frá Central School of Speech and Drama, átti að vera re-match aldarinnar, gerðum jafntefli við þá 3-3 á síðasta tímabili og vorum alveg brjál. En einungis 7 af þeim mættu eftir dúk og disk og engin var keppnin mikil, þeir fengu lánaða stráka frá okkur og voru þeir þeirra bestu menn. Mulningsvélin hefur nú verið óstöðvandi í áraraðir og er hrokinn að ganga upp um allar aldir. Ég held samt að Melsteð Utd. myndi rassskella þá (okkur).


Við (bekkurinn) vorum úti í garði áðan að æfa okkur á ræðunum okkar sem við flytjum úti í cortyardinu í næstu viku. Maður er að læra að láta röddina berast eins og vindinn sem þýtur. Gaman er að því. Ég flyt ræðu Robert Kennedy þar sem hann segir frá því að búið sé að ráða MartinLuther King af dögum. Verð að vera nærgætinn en samt ákveðinn og bæla niður alla hefnd í hatursfullu fólkinu. Erfitt að vera Kennedy.


Ég fór í leikhúsið góða Old Vic, alveg óskyldur mér, í gærkveldi og sá hið rammsterka stykki Cloaca sem hann Kevin Speisaði leikstýrir, hann er art director hjá honum Gamla Vic í einhvern tíma og ég verð að segja að hann gerði góðan djöful með þetta stykki. Fjórir frábærir leikara þarna á ferð og einn þeirra lék í Notting Hill, hann lék þar vininn sem var algjör lúði og allt gekk aftur á bak hjá. Ég hafði gaman af þessu og hananú, ég ætla á Alladín á næsta ári sem skartar engum öðrum en Gandálfi sjálfum. Þeir voru víst bræður hann og Alladín.

En ég er engu að síður alveg brjálaður því þegar ég kom heim sá ég highlights úr meistardeildinni og sá náttúrulega Liverpool spila við Monaco og tapa og bla bla. Ekki nóg með það þá eru allir mennirnir að hrynja í svo gróf meiðsli að ég er alveg með sting og blöðrur. Ég er alveg brjálaður og er með öllu óhuggandi. Ég veit ekki hvernig þetta endar, ég nenni ekki að þeir detti út strax og er bara alveg brjálaður. Stevie G samt kominn til baka og það er gott.


Ég ætla að pakka saman og fara í skólann, verð til hálf níu í kvöld og það er algjör horror, maður er nefnilega svo sybbinn og þar af leiðandi er bannað að stríða. Blex.

Tuesday, November 23, 2004

Ég á mörgum mönnum og einni mömmu og einum pabba margt að þakka. Ég get talið það góða fólk sem ég stend í þakkaskuld við upp hérna en ég man ekki helminginn og svo bara hef ég ekki tíma.


Það er eins og ég hef sagt brjálað að gera í skólanum og allt að hellast yfir mann á sama tímapunktinum. Vil samt sem áður, þótt tíminn sé naumur, nota tækifærið hér og þakka einni manneskju fyrir góða leiðsögn og kennslu í gegnum árin. Það er reyndar frekar langt síðan þessi ágæta kona kenndi mér nokkurn skapaðan hlut síðast en ég vil það engu að síður. Ég vil þakka Henný Hermanns.

Henný Hermanns tók mig undir verndarvæng sinn þegar danskennsla var í stað íþróttakennslu í Hlíðaskóla á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ég áttaðir mig ekki á því þá og gerði það ekki fyrr en fyrir viku að ég á þessari manneskju mikið að þakka og hennar harða hendi hefur barið inn í mig meiri vitneskju og kunnáttu í heimi dansins en mig grunaði. Þessi kurl hafa skriðið til grafar núna undanfarið þegar kallinn hefur sótt nútímadanstíma í stað miðaldadanstíma.

Stóri Björn sveif það tignarlega yfir sviðið um daginn að kennarinn stóð gapandi á öndinni og spurði fumlaust þegar í stað hvort ég hefði dansað "ballroom" áður. Ég sagði bara hafa lært smá svona í grunnskóla og svona og var ekkert að flagga hinu fagra nafni Hennýjar. Ég fór svo að hugsa til baka og man eins og vindurinn allt í einu eftir Hennýju og hennar tignarlega fasi. Það var hún. Hún er undirrót allra minna hæfileika í hinum dunandi dansi og fyrir það á hún skilið margar þakkir og hrós hið mesta. Ég þakka þér Henný, þú ert stjarna.


Þegar maður lítur til baka í þakkarskyni dúkka upp mörg nöfn og ég verð að láta nokkur fljóta hér í tilefni dagsins.

Hjá Pétri Eggerz, höfuðpaur Möguleikhússins, lærði ég allt sem ég kann nú þegar á sviði leiklistar og fær hann þakkir hér með.

Kristján Viðar (Viddi) í Greifunum kenndi mér allt sem ég kann í borðtennis og líka margt í þeirri fögru list mannlegra samskipta og söngs.

Síðast en ekki síst skal telja hér þann mæta mann sem Uros Ivanovic hefur að geyma. Fyrir þá sem ekki vita þá vann hann með mér í Ríkinu og honum á ég að þakka þá lífspólitík sem ég lifi við núna. "Allt er bullshit og láttu engan segja þér neitt annað".

Hans merku orð verða lokaorð hér að sinni. Veriði hlessa.

Friday, November 19, 2004

Ef ég væri vika þá mundi ég líklega segja: "Nú er mér öllum lokið". Það er nefnilega það sem vikan er einmitt núna, eiginlega alveg lokuð.


Núna er það staðfest, ég ætlað að henda og helst brenna rauða anorakkinn minn sem ég hef klæðst heldur mikið undanfarin ár. Það er út af smá dæmi sem gerðist í gær. Ég sat bara í rólegheitum í kaffiteríunni í skólanum og beið eftir að sýningin á Lysistrata byrjaði, sýningin var æði by the way. Pat O´Toole er leiklistarkennari sem kennir fyrsta árinu, hún sat með einum nemenda sinna á næsta borði með hann í kennaraviðtali. Hún bregður sér yfir til mín og spyr sisona: "Do you know Rubert??" Ég spyr hvort það sé þessi nemi sem situr hjá henni í viðtali og kvað hún vera þann er var þar(?). Hún segir þvínæst: "He doesn´t know anyone". Ég spyr hvort hann þekki engan á öðru árinu eða barasta engan svona yfir höfuð. "No he doesn´t know any Norwegian actors". "Já er það já helvítis fanturinn þinn", sagði ég. "Tilgangslaust fyrir mig að kynnast honum því ÉG ER EKKI NORSKUR!!!!!!". Þá varð hún öll eins og kúkur og sagði: "Já heyrðu já já ég hérna já já og hérna heyrðu já hmmmm. I think I´ll go and hang myself now". "That will help", hreytti ég út úr mér rétt áður en ég dró upp my Glock 9 og put a cap in her ass.

Sum ykkar myndu ef til vill kenna skólunum og samfélaginu um en ég kenni rauða annoraknum. Ég leit út eins og normaður í allt sumar og hver getur bleimað kennarafíflinu um að rugla mér við einhverja Smugusugu. Hún er dóttir Peter O´Toole by the way, bara svona láta það fylgja.


En þið getið farið að kalla mig Birki Víði Reynisson því ég hef gert það sem leiklistarnám snýst um í grófum dráttum. Ég, ásamt hópnum mínum, fór út áðan og var tré. Fórum út í garð og völdum tré sem við vorum svo í tímanum á eftir og barasta stórkostlegt. Ég sá engan Gljávíði þarna við hendina þannig ég valdi bara eitt stórt, hálfdautt tré og var það alveg magnað. Núna á ég þetta tré með húð og hári og rótum. Gaman að er að gróðursetja en betra er að vera góður gróður.


Það er svo mikið að gera hjá mér í skólanum að ég má ekkert vera að þessu, geri þetta bara af rækni við skylduna. Ég verð að horfa á mynd eina sem The Lover heitir eftir Pinter. Ble ble og fariði varlega í hálkunni. Gúx mix.

Tuesday, November 16, 2004

Ég er svo hrikalega gleyminn að það er alveg rosalegt og ég verð að muna allt sem gerist og er markvert og á heima í skjóðu góðra sagna og belg bestu brandara.


Það er of mikið af því góða finnst mér þegar maður rúllar niður á mánudagsmorgni svefndrukknari en allt og býður góðan daginn að það taka á móti manni hlátraköll frá Kónginum í Queens. Það er víst staðfest að þegar Himininn er annars vegar er aldrei friður og frí frá síbylju bandarískra þátta þar sem maður getur ornað sér við hlýjan og einlægan hlátur frá live studio audience sem fylgjast alveg sperrtir með hvað sá feiti með fallegu konuna og ruglaða tengdapabbann gerir næst. Ekki alveg minn tebolli svona eldsnemma morguns. Það er staðfest eins og ég sagði áðan. Hið alsjáandi auga er mætt, gefur engan grið, hlífir engum. Sky is always watching you and you are always watching Sky.


Og svo gleymdi ég nefnilega að segja frá svo skemmtilegu sem gerðist hérna á Hrekkjavökukvöldið góða en það var 31. október. Þá voru krakkar á ferlinu og við sem búum í mjög krakkavænu hverfi, þar sem hvorki fleiri nér færri en 3 ísbílar slást um hylli barnanna á heitum sumareftirmiðdögum, fengum heimsókn frá tveimur ungum hnátum sem vildu fá eitthvað sætt ellegar gera grikk. Ég verandi fáfróður með eindæmum og ekki frá þessum pörtum spurði telpurnar hvað gerðist ef ég segði nú "trick" í stað þess að gefa þeim "treat". Þá dró önnur þeirra upp fulla vatnsflösku og sagði: "Then we'll squirt'ya". Meinti hún þá að ég myndi blautur hundur verða ef ekki kæmu sætindi á færibandi ofan í þegar troðfulla pokanna. Sem betur fer var Siggi með tvo Twix-fingur sem þær voru snöggar að bíta af. Nú gengur greyið um með Kit Kat Chunky sem er jú frekar chunky.


Ákkúrat núna kyngir víst niður snjónum heima á Ísa sem ég hef eftir öruggum heimildum og ég get ekki leynt því að ég er með smávegis heimkomu-um-jólin-fiðring í maganum. Gaman verður að koma heim í smá jóla jóla sem vonandi verður ekki eitthvað neitt neitt, annars neyðist ég til að flytja til Bora Bora og heilsa upp á nágranna minn Butros Butros Gali sem heldur mikið upp á Eric Djemba Djemba sem leikur með ManUtd sem er stjórnað af Alex Ferguson sem er hálviti hálfviti.


Hef ekkert meira um þetta að segja í bili nema til flamings með pamlis Fligris. Dlæ dlæ.

Monday, November 15, 2004

Það blæs köldi milli mín og veðursins þessa daganna og er það ekki mér að kenna. Ég er ekki hommi, ég er bara rólegur og ekkert nema kuldi kemur frá veðrinu sem heldur að lífsins stóra spiladós snúist bara fyrir sig.


Mánudagur og vikurnar eru í kapphlaupi um að komast heim fyrir jólin. Manni getur nú hlakkað til en tíminn er alveg æstur í að komast til jóla svo það skal ekki sakast við neinn nema tímann. Og kannski veðrið.


Eftir skítt ferli í senuvinnu non-naturalistic leikritsins sem við unnum að var kynningin á senunni allt annað epli, gekk barasta svona ágætlega alveg. Samt hefði maður getað unnið meira að henni og svona en þetta var það sem við gátum kreist út á sex vikum. Svo á morgun ber að dyrum Bertolt nokkur Brecht með Krítarhringinn sinn góða og við hefjum lesturinn. Reyndar er allt að verða kreycí um þetta leiti í dag því einungis 2 vikur eru í fyrirlesturinn minn um Krítarhringinn og svo eru það pólitíska ræðan og ljóðið og lagið og allt að steypast í glötunargat. Álag er því mikið á kallinum og spaðar mega ekki falla úr höndum og valda útúrsnúningi.


Gerði ég eitthvað um helgina?? Það hefur ekki verið neitt merkilegt fyrst að ég man ekkert. Ég veit fyrir víst að ég gerði ekki neitt á föstudaginn, lá bara og horfði upp í Himininn. Eyði meiri og meiri tíma í það núna, bölvun mikil.

Laugardagurinn byrjaði með látum í Himninum með leik aldarinnar en þar voru Tottenham og Arsenal að láta öllum látum og enduðu með að skora 9 mörk sín á milli. Algjör þriller. Næsti þriller stóð manni heldur nærri því enginn var Himinn til að horfa í heldur heimavöllur Welling United. Heimaliðið manns eigins og maður verður á völlinn að halda. Wængirnir í Welling, sem eru í neðsta sæti á Conference league West sem úleggst circa sem 5. deildin heima, tóku á móti Sutton United eða FC eða eitthvað. Áhorfendur voru mýmargir og stemmningin alveg rífandi sérstaklega hjá geltinum og sonum hans á fremsta bekk, hann hrein svo í tók. Ég missti líka röddina í gærkvöldi þegar ég var að herma eftir honum, mæli ekki með beikoneftirhermum.

Leikurinn og fór 3-2 fyrir Wængjunum og allir sáttir, sérstaklega ég því ég var frosinn við sætið en þiðnaði lítið eitt og losnaði er ég heyrði Liverpool skora sigurmark á lokasekúndum leiks við Kristal Egilshöllina. Mig langaði lítið eitt að kaupa mér Welling United búning svona til að fara í á ty(i)llidögum en þeir voru nú ekki beinlínis að gefa búningana. Nei nei, 35 pund takk fyrir. Dýrara en flestir "alvöru" búningar. Engin furða þeir sitji á botni 6. deildar, helvítis okrarar.

Við frúin hédum því næst heim og pöntuðum flata böku frá Pakistan og þjónustan ekki þriggja stjörnu virði þannig hún fær ekki umfjöllun hér. Partískan næst á dagskrá og haldið í 1sta árs pjartí í Sidcup og hananú og ekkert fjör. Fáir skemmtilegir og enn færri fáránlega nettir. Heim til mín klukkan 4 já já.


(Ég þarf að ritskoða mig í sífellu því ég er meðvitaður um hverjir eru lesendur og áskrifendur Byrjunar. Ekki fylgir allt sögunni. Bara svona að láta þá sem eru vakandi vita.)

Eins og staða mála er í dag get ég ekkert sagt meira um þetta mál þannig ég bið alla þá sem kusu mig að halda halda heim og byrgja fyrir glugga því hvassara verður það ekki á suðausturhorni í síðu siðmenningar. Veriði margræð og skessur

Thursday, November 11, 2004

Í dag er 11. nóvember og það er merkisdagur hér í veldi þeirra breisku bresku. Já já ég er líka orðinn leiður á því að tjá mig með merkjamáli þannig ég tek nú við að skrifa með letri því sem íslenskt er.


Remeberance day heitir hann dagurinn í dag og er tileinkaður þeim sem bundu endi á fyrri heimstyrjöldina en það gerðist einmitt á þessum degi árið 1918 ef mig minnir eins og mann. Lokabardaginn í styrjöldinni átti sér stað á akri sem var fullur af Poppy flowers sem ég veit ekki hvað heita á íslensku en ég held að það sé Valmúi eða bara Ópíum. Síðustu viku hafa allir ef ekki bara flestir gengið með á barmi sér lítið blóm sem er rautt á litinn með grænum blöðum, mjög líklega Poppy flower og er það í tilefni dagsins í dag. Flestir í sjónvarpinu og æ fleiri í Himninum (SKY) sjást með þetta litla merki á barmi sínum. Þetta er semsagt í minningu þeirra sem féllu í þessum lokaópíumbardaga á þessum akri fyrir árafjöld.

En ekki nóg með það að minnast þeirra með barmmerki og hlýjum straumum því í dag klukkan 11, at 11 on the 11th, var rúmlega mínútu þögn víðsvegar um Bretlandseyjar og það var einmitt hjá mér í miðjum raddartíma. Allt í einu létu allir vopn niður falla og hættu að berjast við amerískan Mid Western hreim og þögðu í rúmar tvær mínútur. Algjörlega sérstakt og hef ég aldrei upplifað annað eins, aðra eins þögn. Allir sem inni í tímanum voru voru sem gröfin og alvarlegri en allt í bragði. Þögnin var alveg öskrandi og þegar henni lauk og allir byrjuðu að kyrja "Mary had a little lamb" í mid western, beinlínis svimaði mér bókstaflega. Ég hef aldrei lent í svona þögn algjörlega óundirbúinn, enginn varaði mig við og enginn útskýrði neitt. Alveg hreint svimandi en alveg fallegt.


Senuvinnunni miklu líkur á morgun með sýningu\kynningu fyrir hina í hópnum. Ég og Elif vinnum saman og okkur hefur ekki alveg gengið sem skyldi nema hvað að í gær varð brakethrough og okkur var hrósað í fyrsta skiptið í mánuð. Þannig maður er alveg eins í brattara lagi þegar inn í kynninguna kemur á morgun. Nema hvað blessunin hún Elif er ekki búin að læra textann sinn alveg nógu vel þannig maður verður bara að bíða og sjá. Djísös það er svo erfitt að vinna með þessum áhugamönnum. I have nothing to work with here.


Ég verð nú eiginlega að játa það að ég hef eytt síðustu kvöldum einvörðungu í að horfa upp í Himininn því hann hefur svo margt upp á að bjóða. Íþróttaflæðið er algjört og svo eru Simpsons alveg upp á skaftinu góða sem og allt sem hugurinn girnist. Ég er nú samt sem áður að fara á aðra sýningu þriðja ársins í kvöld, önnur í röð fjögurra í "the comedy season". Að þessu sinni er það The Country Wife sem er í boði, nammi namm.

Pétur Jesú það er bara kominn helgi enn á ný, vika síðan ég fór til Lifrakæfu og kom þaðan nýr og bættur maður fyrir utan það, að ég held enn með sama auma fótboltaliðinu sem getur ekki unnið gamlan rakan mann á hjólaskautum. Þeir unnu nú í gær í bikarnum deildar og verðlausa. Húrra fyrir markaskoraranum!!!!!!


Ég segi þetta gott með því að segja ekki fleira. Yfir með eindæmum og út í móa.

Monday, November 08, 2004

"Liverpool is the pool of life" sagdi einhver kall sem er steyptur inn i vegg a einhverjum irskum pobb a Matthew Street i Liverpool. Ja godir halsar eg hef farid. Eg hef horfst i augu vid Gud, hef litid ofan i gin skepnunnar og tad var hin heljarinnar skemmtun. Utlistun kemur her.


Fostudagur, og tad vidradi vel til lestarferda. Eftir ad hafa farid i tima til hennar Clare Smout, sem er leikstjorinn minn, og fengid svona temmilega utreid i skommum, raeddum vid leikritid sem vid hofdum farid a daginn adur. Elif, tyrknesk stelpa, sem er felagi minn i senuvinnunni for gratandi ut ur timanum tvi afi hennar fekk vist sykursykisflog og tad var henni ofvida, tannig eg sat einn undir skommunum, okkur gengur ekki alveg sem skildi i tessari blessudu senu. Nei nei eg raeddi vid leikstjorann og tad var vel og vid neglum tetta nuna i vikunni, synum fyrir framan hopinn a fostudaginn.

Allavega eftir umraedur daudans um leikrit daudans fann eg Cath og vid vorum haldin af stad til polls tar sem Liva fuglarnir bursla og fluga sidan med bornin yfir Mersey-anna og skila teim til folksins sem talar nedan ur koki og eins og Danir, hljoma frekar svona kartoflumjolslega.

Vid hlupum i lestina til Euston og svo lestina til Liverpool og tveimur og halfum tima seinna vorum vid stodd a Liverpool Lime Street stodinni tar sem einn af braedrum Cath, Tim asamt kaerustunni sinni Alex, tok a moti okkur. Hann Tim litli er faeddur 1981, jafn gamall El Hadji Diouf upp a dag og er ekki stoltur af tvi tvi sa madur er ekkert serlega vel lidinn af Liverpool folki sem og flestum odrum, Tim sagdi ad Bolton folkid hati hann lika. Ennihu ta er Tim hjukka og ekur um a raudum Mini Cooper, frekar flottur bill en hastari en allt hast. Annad hvort eru goturnar i Bretlandi svona hardar eda ad Bretar trua ekki a dempara og rifa ta ur bilunum odar sem teir berast til landsins.

Vid logdum bilnum i bilastaedahusi og aetludum ad sja flugeldasyningu sem i gangi var tegar vid maettum en bidum of lengi eftir odrum brodurnum fyrir utan bilastaedahusid ad vid misstum af henni. Sa brodir var Matt og med honum var unnustan Jo. Vid heldum tvi naest adeins inn i baeinn og forum a adur nefndan irskan bar tar eg hitti einn brjaladan Ira sem leitad logandi ljosi ad midum a leik morgundagsins. Vildi hann kaupa midanna okkar en vid vildum eigi. Ta hofst mikil lofraeda a hendur Robbie nokkurs Fowler sem Iri tessi sa mikid eftir og kvad hann Michael Owen vera mann mikinn skit vera og ekkert vid hlidina a heilogum Fowler. "Michael's Owen shit, he doesn't have what Fowler has!!!!!!". "Killer instict!!!?!", skaut eg inn i. "You fucking said it mate!!!!".

Tarna inni baettist svo tridji brodurinn vid en tar var hann Nick. Hann er listatypan, er i hljomsveit og var eda er i arkitektur og er skitsama um fotbolta. Vid heldum sidan oll hersingin a Veitingastad tar sem Ryan vinur Tim vinnur a en hann var einnig med i for. Heitir sa stadur Olive Press og er italskur eftir tvi. Satum vid tar eilitla stund og eg kynntist lidinu adeins. Tvi naest hostudum vid okkur af stad i bokstaflegri merkingu til ad na i mommu og pabba allra i heiminum heim til auntie something (eg gat ekki laert fleiri nofn um helgina). Tar sat settid teirra gamla ad sumbli og var hresst eftir tvi. Sidan forum vid heim til Cath og eg fekk king size rum, svona midad vid mitt, til ad sofa i sem eg og gerdi fljotlega eftir lendingu.

A faetur var farid snemma a leikdeginum mikla og farid i kraftsturtu. I kraftmeiri sturtu hef eg bara serdeilis ekki farid i, alveg gott. Svo var moggamatur og bingo, pabbi gamli skutladi krokkunum nidri bae tad er mer og Cath. Vid byrjudum turinn nidri vid anna Mersey, aetludum kannski ad fara i ferry across the Mersey en gramyglan var allt ad drepa og braela var med eindaemum. Vid tjekkudum bara a anni og hun var brun og blaut og svo roltum vid inn i bae. Tjilludum bara svona i smastund i midbaenum og kiktum a The Cavern tar sem Bitlagrislingarnir spiludum vist i den. Minnti mig svona helst a fangelsi, gedveikir veggir og mur og laeti. Kikti inn a klosettid og tok mynd af golfinum tar sem Ringo rann vist i polli eitt sinn rett fyrir gigg og fekk tursabit og kalladi eftir hjalp: "HELP, I need somebody. HELP, not just anybody. HELP, I need another drummer because my back is fucked". Teir notudu vist hluta af tessum opum sem texta i eitt laga sinna.

Eg og Cath skundudum tvinaeast nidrettir til Anfield tvi eg vildi fara i Supporters Superstore og kaupa minjagripi. Tegar tangad var komid blasti vid rod daudans i budina en likt og med radir sem myndast i Isbudinni i Alfheimum gekk hun furdufljott fyrir sig. Ykt mikid af doti i budinni og var eg naestum buinn ad hringja i LIN og bidja um sma aukalan tvi eg var ad missa vitid tarna inni. Eg komst samt ut med bara einn poka og for med hann a The Albert sem er pobb vid hlidina a leikvanginum og tar aetludum vid ad hitta Tim og Matt. Trodid er ekki retta ordid til ad nota heldur TRODID!!!! Einhvernveginn komumst vid inn og bidum eftir braedrunum, aefdum okkur i songvum Poolara a medan. Tetta er vist pobbinn tar sem flestir songvarnir eru samdir og aefdir af The Red Army Choir, sumir svo raudir i framan ad tad la vid samudaryfirlidi fra mer.

Pobb tessi missti oll sin rokk- og diskoprik tegar eg leit upp a einn vegg, tar sem allskonar drasl hangir eins og venjan er, og sa mer til mikillar vonbrigda buning KR hanga tarna eins og hrokinn eini og sanni. Vidbjodur og ekkert annad. Hefdi frekar verid til i ad sja Atla Edvalds krossfestan a veggnum en ekki tetta helviti. Tetta merki sem gerir ut a leidindi i islenskri knattspyrnu. Ussss.

Allavega eg hrissti vidbjodin af mer og vid fourm inn a vollinn, nanar tiltekid The Kop. Tvilik tilfinning af koma inn a vollinn tar sem draumarnir verda graenir af ofund tvi veruleikinn er skilinn eftir fyrir utan. Tarna inni er allt gott og allt rautt. Dudek og CK22 ad hita upp og innan skamms kom restin af hinum fallegu til hita sig upp i kroppinn sinn. Tvilik fegurd og tvilik tigin reisn. Tetta eru allt kongar.

Trefill a loft og aldrei geng eg einn framar. Eg hef sed tetta i imbanum en ekkert jafnast a vid tetta. You'll never walk alone and hell. Hrollur og gaesahud og trefill og graent gras. Aedi. Leikurinn var svo flautadur a og svo var hann flautadur af. Andskotans vesen ad teir topudu. Eg kenni mer um ad vissu leiti, alltaf ad jinxa eitthvad svona. Eg hef sed Liverpool spila tvisvar og tap i baedi skiptin. Vid Tim aetlum ad fara saman a Charlton - Liverpool i februar og ta skulu teir vinna. Laetin i stukunni sem eg var i, The Kop, voru svo mikil a tidum ad eg helt ad eg vaeri smastelpa med tikarspena og var tad tratt fyrir ad teir skorudu ekki. Ef teir hefdu skorad ta bara bless bless heyrn a ollum eyrum sem og jafnvaegisskyn og augnlitur. Tvilik laeti.

Jaeja tap smap. Eg let ekkert skemma fyrir mer. Pabbinn var a leiknum og pikkadi bornin upp og heim var haldid og svo, eftir sma lur af minni halfu medan katholikkarnir foru i messu, forum vid ut a pobbinn og fengum okkur kvoldmat. Heim komid var og orkan svona um tad bil alveg buin, sma sjonpo glap en svo barasta rumid stora og zzzzzzzzzz.

Sunnudagurinn var den store bade dag nema skipta ma ordinu bade og setja fjolskyldumalsverdur. Allir komu og bordudu brasadan ekta breskan mat, supu og trifle sem er breskur eftirrettur, mjog svo nettur. Allir maettur nema Nick sem vara ad aefa med hljomsveitinni, tad kostar ad meika tad. Fjordi brodirinn maetti med konu og tvaer daetur en tad var Jim og hann er hjolreidamadur mikill. Bordad var og svo var bordad adeins meira og svo var SKY i husinu tannig eg lagdist adeins i tad. Eitt rop og svo folkid kvatt og lestinni nad, rett svo. Fimm tima lestarferd til baka og uffffffffoooookkkkk. Alveg of langt fyrir mitt smakk, laerdi to ljodid mitt svona eiginlega utan ad i lestinni. Lestir eru godur stadur til ad laera ljod, alveg ljomandi.


Kvaddi Laug Lifsins med trega i hjarta og folk lifsins med tar a kvarmi. Tetta folk natturulega alveg otrulega yndislegt og tvilik gestrisni. Eg a eflaust eftir ad hitta tau oll einhverntima aftur og eg vona ta svo sannarlega. Eg er bokstaflega ordlaus tegar eg a ad lysa teim og teirra goda hjartalagi. Otrulegt en satt en mer fannst mer hafa kynnst teim adur og mer fannst eg kannast vid flest teirra utlitslega sed, otrulega skrytin tilfinning. Tau kannski minntu mig a folk sem eg tekki eda hef sed adur eda eitthvad en alveg med eindaemum skrytid i meira lagi.


Djosos hvad tetta er long faersla, teir sem lasu hana alla eiga skilid verdlaun. Vinsamlegast skiljid eftir skilabod i kommentskjoduna og eg sendi eitthvad saett um hael.

Thursday, November 04, 2004

Tad er rett skilid hja mer ad tad er 4. november i dag?? Og jolin eru seint i desember?? Hvernig er tad, er buid ad setja upp jolaskraut i IKEA heima?? Tad er allavega komid upp jolaskraut i Somerfield kjorbudinni herna rett hja skolanum. Hnuss og svei mer fra og med deginum i dag.


Madur hneykslast alltaf jafn mikid a tvi hvad menn eru snemma i jolaskrautsfilingnum a hverju ari en madur hneykslast samt med sma bros i hjarta tvi vid erum ju oll af jolum runnin og born jolanna, tad erum vid. Tad minnir samt ekkert a jolin herna hja mer, fyrir utan B5 i eyrunum, her er bara heidskirt og solin gerir sig breida a himni hinna rettlatu tedrykkjumanna.


Eg fer i leikhus i kveld til ad sja leikrit eftir Howard Barker en sum i okkar bekk eru ad vinna ad senum eftir tann kall. Kennarinn/leikstjorinn vildi endilega ad vid kiktum a tetta leikrit. Verdur vonandi gott. Er buinn i skolanum i dag og er tvi upp a bokasafni tar sem solin grillar ta sem sitja teim megin sem hun er i breidara lagi og eftir er gluggavedur hid mesta, napurt eitt eilitid smablom tegar ut er komid.


Menn eru ad missa vitid i flugeldakaupum og brennsluspenningi tessa daganna. A morgun er natturlega Guy Fawkes night eins og hann het madurinn godi. Tegar eg segi menn ta meina eg strakanna sem eru med mer a ari, litlir strakar hlaupandi um med stjornuljos i hendi, ekki enn vaxnir upp ur tvi ad brenna peningum i bokstaflegri merkingu. Eg veit ekki hvad tad er en einn daginn vaknadi eg og hafdi engan ahuga a flugeldum lengur. Eg sem var svo mikill brennuvargur, alltaf i bilskurnum med Thresti brodur og vinum hans i kringum aramotin ad bua til kinverja sem letu allt titra og skjalfa. Tad var gaman en eg var circaboot 14 ara ta. Sidan eru lidin misseri eda tvo og Stori Bjorn laetur ser lynda ad horfa a krakkana ut um stofugluggann skemmta ser med eldfaerin.


Svo skal bent a tad ad himininn er ad falla ofan a Setrid a allra naestu dogum. Tannig er i pottasettid buid ad litill madur sem byr a Clinton Avenuu numer 71 hefur dansad regndans og himininn er vaentanlegur i hus, nanar tiltekid a laugardaginn. Eg er natturlega ad tala um sjonvarpsbatteriid SKY. Tad er buid ad panta mann sem kemur a laugardaginn og tengir litid hus og litinn mann vid himininn.

Nu verdur ekki farid ut ur husi tvi minnst niu hundrud fotboltaleikir eru syndir i himninum a degi hverjum. Skolinn kvaddur og somuleidis utivera og almenn hreyfing og mannleg samskipti. Hvitir og slepjulegir menn koma til med ad sitja limdir og fastir vid gerviledrid i stofunni og skal tvi ekki hringt a dyrabjollur eda hringt i sima, menn eru utan tjonustusvaedis.

Eg segi litill madur faer himinn tvi tad er af hans hvatraedi sem tengingin faest, ollu heldur folki a hans vegum. Tad verdur ad fa almennilegan fjolda af sjonvarpsrasum til ad fylla upp i nyja 29" sjonvarpstaekid sem hann keypti a Ebay um daginn. Eg nyt gods af og fylgist spenntur med. Ekki haetta nuna.


Bush vann ha?? Menn terysta frekar algjorum blabjana heldur en velmenni sem heilsar ad hermannasid. Teir um tad. Kom mer ekki a ovart. Sidan vilja Bandarikjamenn ekki ad madur tali illa um gafnafar teirra. Take me to your leader eda slepptu tvi ollu heldur. Geimverur sem kaemu hingad fengju meira ut ur tvi ad tala vid saenskan "leiklistar"nema a tridja ari a ETA kursnum (European Theatre Arts) i Rose Bruford sem gengur um i svortum Matrix ledurfrakka og svarar nafninu Eric eda Mr. Anderson og horfir a taetti af Smallville i tolvunum uppi a bokasafni.

Teir kusu hann og teir skulu ta fa ad tola hann i four more years. Syndin vid tad ad tad eru ekki bara teir sem turfa ad tola hann heldur allur heimurinn. Djofullinn er allsstadar.


Er eg turrausinn?? Ekki naerri. Er hins vegar med igerd i puttanum og get ekki skrifad meira. Eg er engan veginn tilbuinn i senuna mina sem er a fostudaginn eftir viku. Blint barn beint i sjoinn. Seinna meir skrifa eg. Ut.

Tuesday, November 02, 2004

Eftir ad hafa verid vakinn af Vitnum Jonasar eda Vaerktokum Jonatans eda bara Vottum tid vitid hans herna vaelukjoa, drattast eg loks a lappir um klukkan 11, fri i Play Study og senuvinna ekki fyrr en upp ur klukkan fjegur. Kominn i skolann samt sem adur og sit her vid tolvuna godu a bokasafninu.

Heyrdu heyrdu nu er einhver utlendingur kominn og segist vera buinn ad taka hana (tolvuna) fra fyrir sig fyrir um manudi, tetta gerist stundum, menn boka tolvurnar ut heilu vikurnar tannig ad madur er bara rifinn upp med rotum og rekinn i burtu.


Hafdi hvort ed er ekkert ad segja, kannski seinna. Bimm bamm.

Monday, November 01, 2004

Gotin minna helst a sprengjugiga, eda allavega einhverskonar gil eda dali. Tegar fellur nidur einn hreyfingatimi svona a manudegi ta er hvorki meira ne minna en fjogurra og halfs tima tomarum tangad til historical dansidans byrjar. Langur djofull.


Tetta tydir natturulega ad tad verda tveir hreyfingatimar i rod a fostudaginn komanda, tydir tad um leid ad madur verdur meira en litid treyttur sem og uppgefinn tegar madur a ad halda til Liverpool. Ja svo ad sem minnst a tad ta er eg ad fara til Liverpool a fostudaginn. Eg sa fotbrotid hans Cisse i sjonvarpinu i gaerkveldi, helt eg myndi aela, tvilik og onnur eins kvol, greyid kallinn.

Skrytid med loftid uti nuna, kalt og brunnid. Tad eru allir ad missa tad i flugeldatypunni nuna, Bon fire night a fostudaginn, aetli tad se ekki tessi Guy Forks eda Folks eda eitthvad typuna a honum. Flugeldasyningar semsagt a fostudaginn. En ta er kallinn natturlega bara a leidinni til, ju ju mikid rett......LIVERPOOL!!!!! Get eg bedid?? Njet.


Laugardagurinn var nu alveg hreint boltandi og skoppandi tvi vid strakarnir Thijs, Tom, James, Aaron, Siggi og stelpan hun Stina forum a leikinn Charlton versus Middlesborough. 15 pund midinn tvi vid erum studentaraeflar, dillinn godur og gedveikur. Leikurinn alveg serdeilis finn, greyid Hemmi fraendi redi ekki vid gauranna i Boro hvad ta Bolo Zenden sem setti hann. Thijs, sem er halfur Belgi, raeddi vid Zenden, sem heill Hollendingur, fyrir leikinn og teir gerdu mikid gys og grin og voru sem mestu matar. Vid satum fyrir aftan annad markid alveg fremst, eg snerti boltann einu sinni tegar hann skoppadi fram hja markinu og naestum upp i stuku, algjor klikkun og eggert anand.

Vid islensku hittum Hannes i London eftir leikinn og forum a Pizza Hottur og snaeddum godan djoful. Roltum eitthvad svona adeins en svo heldum vid trju bara heim a leid tvi ekki var stemmari fyrir Clapham gedveiki ad tessu sinni, kemur seinna. Datt heim og aetladi ad sofa en fekk simtal og for heldur i parti eins mins lids. Tar voru stodd Josa sem er i leiko heima, med Ola Steini i bekk, og kaerastinn hennar Orri sem byr i The Dungeon which is London. Tau voru tarna i heimsokn hja Onnu Brynju og vid vorum eitthvad ad grilla svona fram eftir.


Sunnudagur for i tvottakorfu og laerdom, ekki einu sinni nenningur i ad fara i fotbolta eda neitt, veit ekki hvad er i gangi. Er buinn ad vera med B5 i eyrunum sidan mer barst snilldin. Of snemmt fyrir jolalog??? Tessu eru menn ad velta fyrir ser en eg segi nei. Ekki ef lagid er snilld og mennirnir sem syngja fallegir.

Eg nae i hjolid mitt nuna sem er i vidgerd og kaupi svo einnig lestarmida til polls lifrarbolgu haldidi ad tad C?!???????% Margblessud.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?