Monday, December 13, 2004
Jæja góðir laxabarkar, er ekki gaman í dag?? Mætir manni tómur blástur með hagli og stagli og vindur sem um getur í ævintýrum frosts og funa.
Ég er semsagt kominn heim og sit hérna inni "hjá mér" í tölvunni, mamma búin að breyta hótelinu svo um munar, stofan orðin alveg eins og hótel"lounge", svaka partí pleis. Ég vaknaði í morgun til að hringja út af vinnu (byrja á morgun), mikið var það nú erfitt að vakna eftir lítinn svefn í öllu þessu myrkri, er ekki vanur þessu lengur, er alveg búinn að skipta um gír varðandi morgunvökur, er orðinn alveg vanur því að hafa birtu á morgnanna og því er alveg erfitt að detta ofan í djúpið myrkva.
En allavega þá kveikti ég á útvarpinu hérna áðan svona í fyrsta sinn síðan ég kom heim og hvað tekur á móti manni á öldum þessa vaka ljóss?? Það voru þeir sykursætu og jú jú væmnu strákar í Brooklyn Fæv með smellinn fyrir þessi jól. Sérdeilis fínt og fallegt það. Næsta lag var með einhverri Ísl\ítalskri söngkonu tilnefndri til Grammy en svo kom aðventulag Baggalúts með Kalla minn í broddinum farar. Þannig hann Kalli litli er að leggja undir Sig vaka ljóssins svona sérstaklega vel fyrir jólin. Algjört frenzy það.
Allavega þá hef ég blásið það út alltaf er ég kem heim að ég blogga ekkert því mér finnst heldur svona tilgangslaust því ef fólk vill heyra frá manni þá er gemsinn alltaf opinn. En ég vil lofa engu um bloggþurrð því ef að góðar sögur gerast þá rata þær á reit Byrjunar.
Skrýtið er þegar manni er fleygt svona inní litla jólasamfélagið Ísland því ekki var mikið um eitthvað sem heitir jólastemmning eða jólaskap í henni London. Maður fær bókstaflega væna vítamínsjólasprautu og er það meira en vel svona í meiralagi. Mér finnst það allavega doldið næs.
Klukkan orðin 3 og farið að rökkva strax. Ég er ekki alveg undirbúinn undir skammdegið svona þungt, verð að reyna að venja mig við og það snögglega. Segi þetta gott svona í bili. Sjáum til hvað gerist og svo sjáumst við eitthvað örlítið. Góðan barta.
Ég er semsagt kominn heim og sit hérna inni "hjá mér" í tölvunni, mamma búin að breyta hótelinu svo um munar, stofan orðin alveg eins og hótel"lounge", svaka partí pleis. Ég vaknaði í morgun til að hringja út af vinnu (byrja á morgun), mikið var það nú erfitt að vakna eftir lítinn svefn í öllu þessu myrkri, er ekki vanur þessu lengur, er alveg búinn að skipta um gír varðandi morgunvökur, er orðinn alveg vanur því að hafa birtu á morgnanna og því er alveg erfitt að detta ofan í djúpið myrkva.
En allavega þá kveikti ég á útvarpinu hérna áðan svona í fyrsta sinn síðan ég kom heim og hvað tekur á móti manni á öldum þessa vaka ljóss?? Það voru þeir sykursætu og jú jú væmnu strákar í Brooklyn Fæv með smellinn fyrir þessi jól. Sérdeilis fínt og fallegt það. Næsta lag var með einhverri Ísl\ítalskri söngkonu tilnefndri til Grammy en svo kom aðventulag Baggalúts með Kalla minn í broddinum farar. Þannig hann Kalli litli er að leggja undir Sig vaka ljóssins svona sérstaklega vel fyrir jólin. Algjört frenzy það.
Allavega þá hef ég blásið það út alltaf er ég kem heim að ég blogga ekkert því mér finnst heldur svona tilgangslaust því ef fólk vill heyra frá manni þá er gemsinn alltaf opinn. En ég vil lofa engu um bloggþurrð því ef að góðar sögur gerast þá rata þær á reit Byrjunar.
Skrýtið er þegar manni er fleygt svona inní litla jólasamfélagið Ísland því ekki var mikið um eitthvað sem heitir jólastemmning eða jólaskap í henni London. Maður fær bókstaflega væna vítamínsjólasprautu og er það meira en vel svona í meiralagi. Mér finnst það allavega doldið næs.
Klukkan orðin 3 og farið að rökkva strax. Ég er ekki alveg undirbúinn undir skammdegið svona þungt, verð að reyna að venja mig við og það snögglega. Segi þetta gott svona í bili. Sjáum til hvað gerist og svo sjáumst við eitthvað örlítið. Góðan barta.
Wednesday, December 08, 2004
"Ertu góður í, nettan búlemí?? Ælum öllu því, sem við bitum í!!!" Þetta heyrði ég um daginn í gegnum Baggalút. Þeir eru nú svakalegir snillingar þessir menn, svo eru þeir svona helvíti góðir söngvarar. Gaman maður minn.
Ég má til með að skrifa smá færslu hérna meðal annars í tilefni af því að í dag hefði hann Jim minn litli Morrison orðið 61 árs gamall. Fæddur var hann 1943 og dó hann brosandi í baði 1971 í París. Ég er alltaf aðdáandi þeirra Hurðarmanna, ekkert sérstaklega Mr. Mojo Risin svona eingungis heldur þeirra allra fjögurra, og þá sérstaklega Johns Densmore trommara, ég var alltaf svo mikill trommara nirðill, lærði einu sinni smá, þegar ég var 12 ára með hár. Jæja hvað um það og hananú, til hamingju Jim hvar sem þú ert.
Í gærkveldi var hið síðasta "performans" á þessari önn en það var hið ágæta Songshare eða Söngvaseiður. Þemað hjá okkur á öðru árinu þessa önnina hefur verið Music Hall sem er enskt fyrirbrigði, einskonar pöbbastemmari en bara meira gert út á sönginn. Music Halls eða Tónhallir var að finna bókstaflega út um allt Stóra Bretland og víðar um Evrópu seint á þar síðustu öld og snemma og uppeftir þeirri síðustu.
Allavega var einni kennslustofunni breytt í Music Hall í gærkveldi og allir í karakter sem var í samræmi við lagið og hvað stóð í því, svo fengu allir sem vildu að koma og hlýða á. Minns karakter var svona voðalegur api sem var að væla og kvarta yfir því að besti vinur hans var að gifta sig og hann fengi ekkert að hitta hann lengur því hann væri undir hælnum á tjeeeeeelllingunni sinni. Algjör api, engin stelpa skotin í honum, hann bara beisiklí abbó út í vininn sinn, algjör api.
Klæðnaður fyrir þetta dæmi var period og maður þurfti að vera í einhverju sem virtist vera um hundrað ára gamalt. Ég gerði minn mann að sótara, ýkt týpískt, og keypti mér sixpensara og var í afabol og skítugur upp fyrir haus. Ég er svooo kreeatííííííííííííííífff!!!!!!!!!! Gaman var að gera þessa Mússssíkhöll en jafnframt erfitt að halda karakternum í einn og hálfan tíma. Já já og hmmm.
Dagurinn í dag var giiiiigggt langur eins og alltaf á miðvikudögum, ánægður með að ég sé búinn með þessa löngu svona í bili. Ekkert sérstakur dagur, fékk ekki alveg nógu góðar nótur fyrir pólitísku ræðuna mína frá henni Tess. Var svona heldur dán og át eftir það, var næstum því farinn heim í fýlu. Er ég með fullkomnunaráráttu?!?!? Ef maður er með svoleiðis er þá ekki flest sem maður gerir fullkomið?? Það er ekki svoleiðis með mig þannig ég veit ekki hvað þetta er. Ég er doldið harður húsbóndi þegar kemur að sjálfum mér en svo stundum er ég allt of linur. Skil mig stundum ekki, eiginlega aldrei.
Kom heim þegar hálftími var búinn af mikilvægasta leik í heimi og útlitið var ekki gott. Kom í stöðunni 0-1 fyrir Olympiakos á móti Liverpool. Ég var heldur svona mikið búinn að sætta mig við tap og enga meistaradeild á næsta ári. En sætu strákarnir frá Lind Lífsins stóðu sig og eru komnir áfram eftir 3-1 sigur. Ég er glaður, mjög glaður með það.
Það skal ekki ofsögum um það með farið að ekki sé mikið eftir af skólanum mínum í þetta sinnið. Mæti ekki fyrr en klukkan 2 á morgun og verð til 5, smá raddarsession til að ljúka þessu með stæl og svo föstudagurinn sem verðu doldið svona spes. Þannig verður að við komum til með leika smá bút úr Jólasögu eftir Dickens, þessari frægu með Skrooge þið vitið. Við leikum veisluna hjá Fizzivig eða Fozzievig eins hann hét í Muppet Christmas Carol. Þarna vill Shona movement kennari blanda saman öllum historical dönsunum sem við höfum lært annars vegar og svo líkamlegu fasi þessa tíma hins vegar, hvernig fólk labbaði um og hagaði sér osfrv. Verður það athyglisvert með eindæmum og dælir kannski smá jólaskapi í loðinn kropp.
Talandi um loðinn kropp. Í lok janúar eða byrjun febrúar fá allir, sem koma á sýninguna The Caucasian Chalk Circle sem ég verð í, að sjá minn loðna rass. Já það er satt góðir hálsar, ég verð nakinn í sýningunni minni og hananúnanananana. Við fengum semsagt hlutverkin okkar í dag og ég verð að segja að ég sé doldið sáttur. Sá nakti heitir Yussup og er í baði og talar með ógæfumannsrödd, frekar svona rámur. Hann þykist vera dauðvona til að sleppa við herskyldu, gæfulegur gaukur sá. Allir leika svona að meðaltali 7 hlutverk í þessu stykki og ég verð að segja að ég fékk barasta nokkur alveg hreint stórfín og er bara sáttur.
Er þetta óhófleg jákvæðni??? Er þetta kannski jólaskap?? Ég vil halda því fram að ef maður er í góðu skapi og ekkert og enginn getur farið í taugarnar á manni þá má kalla það jólaskap. Það er kannski ekki alveg þannig hjá mér núna en það hefur samt eitthvað með það að gera. Svo hlakka ég líka til að koma heim.
Hún átti ekki að verða svona löng en jú nó, þegar maður byrjar........(!) Ég geri eitthvað um helgina, engar áhyggjur. Sé ykkur bráðum. Ble ble.
Ég má til með að skrifa smá færslu hérna meðal annars í tilefni af því að í dag hefði hann Jim minn litli Morrison orðið 61 árs gamall. Fæddur var hann 1943 og dó hann brosandi í baði 1971 í París. Ég er alltaf aðdáandi þeirra Hurðarmanna, ekkert sérstaklega Mr. Mojo Risin svona eingungis heldur þeirra allra fjögurra, og þá sérstaklega Johns Densmore trommara, ég var alltaf svo mikill trommara nirðill, lærði einu sinni smá, þegar ég var 12 ára með hár. Jæja hvað um það og hananú, til hamingju Jim hvar sem þú ert.
Í gærkveldi var hið síðasta "performans" á þessari önn en það var hið ágæta Songshare eða Söngvaseiður. Þemað hjá okkur á öðru árinu þessa önnina hefur verið Music Hall sem er enskt fyrirbrigði, einskonar pöbbastemmari en bara meira gert út á sönginn. Music Halls eða Tónhallir var að finna bókstaflega út um allt Stóra Bretland og víðar um Evrópu seint á þar síðustu öld og snemma og uppeftir þeirri síðustu.
Allavega var einni kennslustofunni breytt í Music Hall í gærkveldi og allir í karakter sem var í samræmi við lagið og hvað stóð í því, svo fengu allir sem vildu að koma og hlýða á. Minns karakter var svona voðalegur api sem var að væla og kvarta yfir því að besti vinur hans var að gifta sig og hann fengi ekkert að hitta hann lengur því hann væri undir hælnum á tjeeeeeelllingunni sinni. Algjör api, engin stelpa skotin í honum, hann bara beisiklí abbó út í vininn sinn, algjör api.
Klæðnaður fyrir þetta dæmi var period og maður þurfti að vera í einhverju sem virtist vera um hundrað ára gamalt. Ég gerði minn mann að sótara, ýkt týpískt, og keypti mér sixpensara og var í afabol og skítugur upp fyrir haus. Ég er svooo kreeatííííííííííííííífff!!!!!!!!!! Gaman var að gera þessa Mússssíkhöll en jafnframt erfitt að halda karakternum í einn og hálfan tíma. Já já og hmmm.
Dagurinn í dag var giiiiigggt langur eins og alltaf á miðvikudögum, ánægður með að ég sé búinn með þessa löngu svona í bili. Ekkert sérstakur dagur, fékk ekki alveg nógu góðar nótur fyrir pólitísku ræðuna mína frá henni Tess. Var svona heldur dán og át eftir það, var næstum því farinn heim í fýlu. Er ég með fullkomnunaráráttu?!?!? Ef maður er með svoleiðis er þá ekki flest sem maður gerir fullkomið?? Það er ekki svoleiðis með mig þannig ég veit ekki hvað þetta er. Ég er doldið harður húsbóndi þegar kemur að sjálfum mér en svo stundum er ég allt of linur. Skil mig stundum ekki, eiginlega aldrei.
Kom heim þegar hálftími var búinn af mikilvægasta leik í heimi og útlitið var ekki gott. Kom í stöðunni 0-1 fyrir Olympiakos á móti Liverpool. Ég var heldur svona mikið búinn að sætta mig við tap og enga meistaradeild á næsta ári. En sætu strákarnir frá Lind Lífsins stóðu sig og eru komnir áfram eftir 3-1 sigur. Ég er glaður, mjög glaður með það.
Það skal ekki ofsögum um það með farið að ekki sé mikið eftir af skólanum mínum í þetta sinnið. Mæti ekki fyrr en klukkan 2 á morgun og verð til 5, smá raddarsession til að ljúka þessu með stæl og svo föstudagurinn sem verðu doldið svona spes. Þannig verður að við komum til með leika smá bút úr Jólasögu eftir Dickens, þessari frægu með Skrooge þið vitið. Við leikum veisluna hjá Fizzivig eða Fozzievig eins hann hét í Muppet Christmas Carol. Þarna vill Shona movement kennari blanda saman öllum historical dönsunum sem við höfum lært annars vegar og svo líkamlegu fasi þessa tíma hins vegar, hvernig fólk labbaði um og hagaði sér osfrv. Verður það athyglisvert með eindæmum og dælir kannski smá jólaskapi í loðinn kropp.
Talandi um loðinn kropp. Í lok janúar eða byrjun febrúar fá allir, sem koma á sýninguna The Caucasian Chalk Circle sem ég verð í, að sjá minn loðna rass. Já það er satt góðir hálsar, ég verð nakinn í sýningunni minni og hananúnanananana. Við fengum semsagt hlutverkin okkar í dag og ég verð að segja að ég sé doldið sáttur. Sá nakti heitir Yussup og er í baði og talar með ógæfumannsrödd, frekar svona rámur. Hann þykist vera dauðvona til að sleppa við herskyldu, gæfulegur gaukur sá. Allir leika svona að meðaltali 7 hlutverk í þessu stykki og ég verð að segja að ég fékk barasta nokkur alveg hreint stórfín og er bara sáttur.
Er þetta óhófleg jákvæðni??? Er þetta kannski jólaskap?? Ég vil halda því fram að ef maður er í góðu skapi og ekkert og enginn getur farið í taugarnar á manni þá má kalla það jólaskap. Það er kannski ekki alveg þannig hjá mér núna en það hefur samt eitthvað með það að gera. Svo hlakka ég líka til að koma heim.
Hún átti ekki að verða svona löng en jú nó, þegar maður byrjar........(!) Ég geri eitthvað um helgina, engar áhyggjur. Sé ykkur bráðum. Ble ble.
Monday, December 06, 2004
Ég er lurkum laminn svo það sé sagt í vægara lagi. Geðveikt erfiður fótboltaleikur var nefnilega háður í gær og ég svona get varla gengið í dag.
Ég skildi við ykkur síðast á föstudaginn þegar ljóðakynningin góða var í þann mund að hefjast. Allt svona í góðum geimi þar, það voru bara við leikarnir og öngvir aðrir sem tóku þátt í þessu ágæta kveldi. Þegar því var lokið fóru svo allir á pöbbinn, meira að segja hún Allison MacKinnon raddarkennari, allir í grillinu góða og allir á spjallinu sóða.
Laugardagurinn átti nú heldur betur að vera alveg rosa. Eins og hvert annað Gamlárskvöld var þessi laugardagur "hæpaður" upp heldur mikið svo hægt að segja að heilbrigt sé. Við Sigurður Nordal lagaprófessor héldum í bæinn upp úr miðjum degi, áttum eftir einhver smá innkaup jóla og svo átti að hitta alla hina vitleysingana sem búa í þessari stórborg sem Lundúnir eru jú jú og hananú. Hannes og Helga skipa veigamikinn sess í vitleysingaflórunni í London og þau létu sjá sig niðrí bæ. Ég hafði verið í bandi við hann Jón Gunnar sem er í leikstjórnarnámi í Drama Center og hann vildi halda vitleysingapartí, við bönnuðum honum það ekki.
Inga Maren er stelpa sem er svona málkunnug Hannesi og Helgu því hún býr með þeim, hún kom með í partí. Vinkona hennar kom svo á eftir, jamm jamm. Við vorum ekki kominn til Jóns fyrr en um 9, allir í grilli þar, meðleigjendur sem og allir. Jón er ekki búinn að sitja auðum höndum því er hann búinn að kenna meðleigjendum sínum þjóðsöng okkar Íslendinga, Draum um Nínu, og fleiri góð lög, þeir héldu uppi fjörinu svona eitthvað fram eftir.
Jón vildi síðan sýna okkur klúbb í Cambden sem hann var skotinn í. Fórum þangað en það var eitthvað örlítið off þó ekki sé meira útilátið í orðum. Lagaprófessorinn var orðinn doldið stressaður því hann vildi ekki missa af næturstrætónum, það hefur gerst áður og er ekki on. Vorum búnir að lofa okkur í þennan fótboltaleik daginn eftir og urðum því að vera í spakara lagi. Kvöddum tjeeeellingarnar og sögðum bless.
Sunnudagur eftir of lítinn svefn og svona líka geðveikt erfiður leikur í rassgatið á Grétari. Þessir menn sem spiluðum við höfðu beðið frekar mikinn ósigur hérna um daginn, ekki nema 12-2, og þeir vildu fá að hefna harmanna. Þeir voru með svona frekar breytt lið frá því síðast og leikurinn fór rétt svo 1-1. Við vorum líka með breytt lið því það vantaði 3 góða en þeir voru með alveg sitt sterkasta lið. Afsakanir gætu menn sagt?? Það er rétt og satt. Þeir komust yfir snemma úr óréttmætu víti, fyrir mér sem varnarmanni eru öll víti óréttmæt. Við fengum ekki jöfnunarmark fyrr en þegar um 2 mínútur voru eftir í gegnum Welska risann Jerome sem er ekki einu sinni ennþá í skólanum, smá svindl.
Allavega þá spilaði kallinn allan leikinn og var kosinn maður hvorki meira né minna en leiksins og má segja að maður hafi gefið sig allan í þetta rassgat. Ég er allavega að komast að því meira og meira í dag hversu mikið ég gaf mig í leikinn, allur marinn og barinn á fótunum og vart get gengið eins og áður sagði. Hvað um það þá var eins og við höfðum skorað gullmark í Heimsmeistaramóti þegar Jigga jafnaði, fögnuðum mikið. Allir fóru svo á pöbbinn eftirá saman og voru bara vinir.
Ég hefði kannski átt að fara beinustu leið heim að sofa þegar heim var komið en nei nei. Í stað þess hoppaði ég upp í næstu lest og beint inn í London til að láta allt gerast. Maður er nú bara ungur einu sinni (eða svona ung-ish) og lifir þar af leiðandi bara einu sinni og maður getur sofið þegar maður er dauður. Gullmoli dagsins.
Lokavikan maður, lokavika ársins maður, songshare annað kvöld maður, þá er þetta svona búið eiginlega í meira lagi maður, kennsla náttúrulega út alla vikuna samt sem áður, maður reynir að keyra þetta svona á síðustu dropunum. Kem heim á sunnudagskveldið næsta og fer að vinna strax daginn eftir ef að ég er heppinn.
Nú skal ég hætta því ekki er meira hægt að sulla. Atsjú.
Ég skildi við ykkur síðast á föstudaginn þegar ljóðakynningin góða var í þann mund að hefjast. Allt svona í góðum geimi þar, það voru bara við leikarnir og öngvir aðrir sem tóku þátt í þessu ágæta kveldi. Þegar því var lokið fóru svo allir á pöbbinn, meira að segja hún Allison MacKinnon raddarkennari, allir í grillinu góða og allir á spjallinu sóða.
Laugardagurinn átti nú heldur betur að vera alveg rosa. Eins og hvert annað Gamlárskvöld var þessi laugardagur "hæpaður" upp heldur mikið svo hægt að segja að heilbrigt sé. Við Sigurður Nordal lagaprófessor héldum í bæinn upp úr miðjum degi, áttum eftir einhver smá innkaup jóla og svo átti að hitta alla hina vitleysingana sem búa í þessari stórborg sem Lundúnir eru jú jú og hananú. Hannes og Helga skipa veigamikinn sess í vitleysingaflórunni í London og þau létu sjá sig niðrí bæ. Ég hafði verið í bandi við hann Jón Gunnar sem er í leikstjórnarnámi í Drama Center og hann vildi halda vitleysingapartí, við bönnuðum honum það ekki.
Inga Maren er stelpa sem er svona málkunnug Hannesi og Helgu því hún býr með þeim, hún kom með í partí. Vinkona hennar kom svo á eftir, jamm jamm. Við vorum ekki kominn til Jóns fyrr en um 9, allir í grilli þar, meðleigjendur sem og allir. Jón er ekki búinn að sitja auðum höndum því er hann búinn að kenna meðleigjendum sínum þjóðsöng okkar Íslendinga, Draum um Nínu, og fleiri góð lög, þeir héldu uppi fjörinu svona eitthvað fram eftir.
Jón vildi síðan sýna okkur klúbb í Cambden sem hann var skotinn í. Fórum þangað en það var eitthvað örlítið off þó ekki sé meira útilátið í orðum. Lagaprófessorinn var orðinn doldið stressaður því hann vildi ekki missa af næturstrætónum, það hefur gerst áður og er ekki on. Vorum búnir að lofa okkur í þennan fótboltaleik daginn eftir og urðum því að vera í spakara lagi. Kvöddum tjeeeellingarnar og sögðum bless.
Sunnudagur eftir of lítinn svefn og svona líka geðveikt erfiður leikur í rassgatið á Grétari. Þessir menn sem spiluðum við höfðu beðið frekar mikinn ósigur hérna um daginn, ekki nema 12-2, og þeir vildu fá að hefna harmanna. Þeir voru með svona frekar breytt lið frá því síðast og leikurinn fór rétt svo 1-1. Við vorum líka með breytt lið því það vantaði 3 góða en þeir voru með alveg sitt sterkasta lið. Afsakanir gætu menn sagt?? Það er rétt og satt. Þeir komust yfir snemma úr óréttmætu víti, fyrir mér sem varnarmanni eru öll víti óréttmæt. Við fengum ekki jöfnunarmark fyrr en þegar um 2 mínútur voru eftir í gegnum Welska risann Jerome sem er ekki einu sinni ennþá í skólanum, smá svindl.
Allavega þá spilaði kallinn allan leikinn og var kosinn maður hvorki meira né minna en leiksins og má segja að maður hafi gefið sig allan í þetta rassgat. Ég er allavega að komast að því meira og meira í dag hversu mikið ég gaf mig í leikinn, allur marinn og barinn á fótunum og vart get gengið eins og áður sagði. Hvað um það þá var eins og við höfðum skorað gullmark í Heimsmeistaramóti þegar Jigga jafnaði, fögnuðum mikið. Allir fóru svo á pöbbinn eftirá saman og voru bara vinir.
Ég hefði kannski átt að fara beinustu leið heim að sofa þegar heim var komið en nei nei. Í stað þess hoppaði ég upp í næstu lest og beint inn í London til að láta allt gerast. Maður er nú bara ungur einu sinni (eða svona ung-ish) og lifir þar af leiðandi bara einu sinni og maður getur sofið þegar maður er dauður. Gullmoli dagsins.
Lokavikan maður, lokavika ársins maður, songshare annað kvöld maður, þá er þetta svona búið eiginlega í meira lagi maður, kennsla náttúrulega út alla vikuna samt sem áður, maður reynir að keyra þetta svona á síðustu dropunum. Kem heim á sunnudagskveldið næsta og fer að vinna strax daginn eftir ef að ég er heppinn.
Nú skal ég hætta því ekki er meira hægt að sulla. Atsjú.
Friday, December 03, 2004
Jaman, það er sem ég segi, barasta kominn desember, jólamánuðurinn góði og afmælismánuðurinn minn góði líkasta bara.
Það eru nú margir snillingar sem eiga afmæli í desember. Ég nefni Þrölla bró, Davíð Olgeirsson Bacon, Jim Morrison, hinn upprunalegi Stóri Björn, Jude Law, Bjarni Fel, Linda Pé, Denzel Washington, Britney Spears, Michael Owen, Woody Allen og svo allir hinir gríslingarnir. Ef þið munið eftir einhverjum fleirum gerið svo vel að tjá ykkur um það.
Ég hef nú barasta ekki bloggað alveg heillengi eða alveg síðan á þriðjudaginn. Það er nú ekkert mikið í gangi, bara svona að rappa öllu upp í lok annar, segja upp öllum tjeeellingunum sem maður er með, gera upp öll meðlögin og borga öllu fólkinu sem ég fékk til að hlægja af bröndurunum mínum í upphafi annar, bara svona bissniss as júsújal.
Á miðvikudaginn fór ég með pólitísku ræðuna mína úti í kortjardinu og gerði barasta með stakri prýði, Robert Kennedy hefur aldrei hljómað svona vel. Svo í gær flutti svo hinn hópurinn sínar ræður, Siggi og félagar, leið yfir einn, Ian, en hann er bara frá Wales, en engin alvarleg meiðsli á dýrum eða gróðri. Í kvöld er svo ljóðakynning og að henni lokinni er barasta söngkynningin eftir á þriðjudaginn og þá er þetta bara eiginlega allt búið. Samt kennsla alveg fram í rauðan á föstudaginn.
Við vorum bara til tólf í skólanum í gær og ég notaði tækifærið og fór til Bromley í hinn hallandi verslunarklasa The Glades. Hef ekki séð það skrýtnara, þetta er eins og Kringlan væri reist á bjargi eða einhverju og væri í svona ansi góðum halla, maður var þarna í kraftgöngu upp og niður gangana, kannski er þetta með ráðum gert því það eru jú Micky D og KFC á hverju horni hérna í veldinu djúpsteikingarpotts.
Svo hélt ég með strætó alveg beinustu leið til Eltham, snattandi alveg eins og vindur sem hefur eitthvað mjög ákveðið að gera, keypti mér nýtt veski því hið litla kortaveski sem ég er búinn að vera með í árafjöld hefur verið á barmi sprengingar einmitt í árafjöld. Ég verð að hafa öll gögn ávallt meðferðis, gleymdi til dæmis afsláttar-lestarkortinu mínu um daginn þegar ég fór til Liverpool og þeir ætluðu að rukka mig fullt verð fyrir miðann eða að henda mér út í Crewe. Oj Crewe, Danny Murphy spilaði einu sinni með þeim, ég hlýt að fá samning. Afsláttarkort verða alltaf að vera við hendina og nú verður það svo ásamt öllum öðrum gögnum. Helvíti fínt.
Færslunni lokið. Funduð hvað hún var ekki um neitt??? Þeir sem fundu það fá verðlaun, líka þeir sem lásu alla Liverpoolfærsluna, ég man eftir ykkur öllum. Kveð í bili þó ekki með kvef eins og hann Bragi minn Bragur. Act 2!!! Gesundheit.
Það eru nú margir snillingar sem eiga afmæli í desember. Ég nefni Þrölla bró, Davíð Olgeirsson Bacon, Jim Morrison, hinn upprunalegi Stóri Björn, Jude Law, Bjarni Fel, Linda Pé, Denzel Washington, Britney Spears, Michael Owen, Woody Allen og svo allir hinir gríslingarnir. Ef þið munið eftir einhverjum fleirum gerið svo vel að tjá ykkur um það.
Ég hef nú barasta ekki bloggað alveg heillengi eða alveg síðan á þriðjudaginn. Það er nú ekkert mikið í gangi, bara svona að rappa öllu upp í lok annar, segja upp öllum tjeeellingunum sem maður er með, gera upp öll meðlögin og borga öllu fólkinu sem ég fékk til að hlægja af bröndurunum mínum í upphafi annar, bara svona bissniss as júsújal.
Á miðvikudaginn fór ég með pólitísku ræðuna mína úti í kortjardinu og gerði barasta með stakri prýði, Robert Kennedy hefur aldrei hljómað svona vel. Svo í gær flutti svo hinn hópurinn sínar ræður, Siggi og félagar, leið yfir einn, Ian, en hann er bara frá Wales, en engin alvarleg meiðsli á dýrum eða gróðri. Í kvöld er svo ljóðakynning og að henni lokinni er barasta söngkynningin eftir á þriðjudaginn og þá er þetta bara eiginlega allt búið. Samt kennsla alveg fram í rauðan á föstudaginn.
Við vorum bara til tólf í skólanum í gær og ég notaði tækifærið og fór til Bromley í hinn hallandi verslunarklasa The Glades. Hef ekki séð það skrýtnara, þetta er eins og Kringlan væri reist á bjargi eða einhverju og væri í svona ansi góðum halla, maður var þarna í kraftgöngu upp og niður gangana, kannski er þetta með ráðum gert því það eru jú Micky D og KFC á hverju horni hérna í veldinu djúpsteikingarpotts.
Svo hélt ég með strætó alveg beinustu leið til Eltham, snattandi alveg eins og vindur sem hefur eitthvað mjög ákveðið að gera, keypti mér nýtt veski því hið litla kortaveski sem ég er búinn að vera með í árafjöld hefur verið á barmi sprengingar einmitt í árafjöld. Ég verð að hafa öll gögn ávallt meðferðis, gleymdi til dæmis afsláttar-lestarkortinu mínu um daginn þegar ég fór til Liverpool og þeir ætluðu að rukka mig fullt verð fyrir miðann eða að henda mér út í Crewe. Oj Crewe, Danny Murphy spilaði einu sinni með þeim, ég hlýt að fá samning. Afsláttarkort verða alltaf að vera við hendina og nú verður það svo ásamt öllum öðrum gögnum. Helvíti fínt.
Færslunni lokið. Funduð hvað hún var ekki um neitt??? Þeir sem fundu það fá verðlaun, líka þeir sem lásu alla Liverpoolfærsluna, ég man eftir ykkur öllum. Kveð í bili þó ekki með kvef eins og hann Bragi minn Bragur. Act 2!!! Gesundheit.