<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Thursday, April 21, 2005

Og blærinn söng í björkunum og íkornarnir hristu á sér hneturnar og fuglarnir rifu í sig restina af fish&chipsunum og London hélt áfram að tifa.


Ég er ekki frá að það er sól úti og fuglarnir eru í dvala í bala því það er alltof heitt fyrir þá úti núna. Ég er ekkert smá ánægður að það sé búið að kjósa nýjan páfa og það svona ungan og hraustan [nasista] mann. Ég tek eftir því á fólki að það er almennt ánægt með þetta kjör því það var orðið ansi erfitt að tefla við páfann. Erfitt segi ég en ekki ómögulegt, maður settist þess í stað niður með 181 kardinála og þeir þurftu allir að samþykkja næsta leik, gat tekið helvíti langan tíma svo ég segi ekki annað. Ég er ánægður og ég er búinn að panta eina góða skák núna að loknum lestri daánarfregna.


Eitt sem ég lærði á Ítalíu og ég vil að fólk standi á tæru með næst þegar það ferðast til hennar er að allir vita að það er kröggt af fallegum konum þar. Þær eru að jafnaði kallaðar bellur sem er komið af orðinu bella sem þýðir jú falleg. En svo maður sé ekki eins og túrista hálfviti labbandi um kallandi BELLA BELLA svona út um hvippinn og hvappinn og á allt sem hreyfist þá er gott að nota orðið símamær. Því hún Bella okkar Íslands var ekkert annað en símamær og það skilur náttúrulega enginn nema ballarhafarnir við. "Psst, hey tjekkaður á þessari símaær, helvíti flott." Einfalt og fljótlegt fyrir sjálfstæða Íslendinga.


Nú skal teflt.

Wednesday, April 20, 2005

Myglaður ostur og fita ofan á brauð. Þetta er meðal þess sem ég hef lifað við síðustu daga, menningarsjokk hrjáir mig ennþá er ég reyni að komast inn í breskan tíðaranda á ný.


Já góðir og girnilegir skrokkar ég er kominn aftur til London Docks og hér er maður bara að gera sitt besta í að hrynja ekki niður líkamlega því gamla boddíið ekki alveg að höndla heyrsluna svona fyrst um sinn. Fínt veður búið að vera hér og hananú.

Eftir tveggja vikna dvöl heima í norðangarra og ísingu, hélt ég sem leið lá til hennar Ítalíu litlu þar sem hann Alli litli tenór býr og allir litlir tenórar búa. Eftir eina nótt á Stansted flugvellinum, sem var sú síðasta í þeirri röð, ég sver það ég geri það aldrei aftur að sofa þar, þá greip ég í flug til Montichiari flugvallar sem er nálægt Brechia og Verona. Alli náði í kallinn á Gulu Eldingunni sem er hægt að lesa nánar um á Uppskriftir.is.

Dagur 1 á Ítalíu, þriðjudagur.

Ég í tómi rugli hvað varðaði tíma og rúm hélt að það væri kvöld þegar ég kom til Alla og í tilefni að því fengum við okkur kvöldmat um hádegisbilið í bachelorpadinu hans Alla sem er alveg nýuppgert og allar græjur í góðu grilli. Íbúðin er fyrir ofan dekkjaverkstæðið hans Vincenzo sem á slotið með hári og húð, frekar týpískur Ítali, góður gaur. Töltum niður í bæ eftir "kvöldmatinn", sem samanstóð af osti og svo öðrum aðeins sterkari og svo krydduðum fitusneiðum eða Lardo (fyrirspurnir sendist á Uppskriftir.is), í dálítilli rigningu, allar búðir lokaðar því einskonar siesta á sér stað á milli klukkan 12 og 3 á daginn. Allavega sofnaði svo yfir óeirðum á San Síró í sjónvarpinu um kvöldið.

Dagur 2 á Ítalíu, miðvikudagur.

Þessi dagur snerist náttúrulega allur um leikinn mikla milli Juventus og Liverpool. Héldum til Torino á Gulu Eldingunni um 3 leytið, vildum vera tímanlega íðí. Fundum völlinn eftir dúk og akstur og umferð og allt og tjilluðum aðeins, sáum hvar rútan með Púlurunum kom að vellinum og svoleiðis og fórum síðan bara inn og fundum sætin. Delle Alpi lætur lítið fyrir sér fara þegar komið er að honum að utan en þegar inn er komið þá er hann alveg hjúds. Tveir tímar í leik og við sestir niður við hliðina á rótsterkum Juve köllum, meira að segja spurðir að því hvort við héldum með þeim rauðu því við töluðum hrognamál.

Allavegana leikurinn í gang og ein mínúta búin þá varð allt vitlaust fyrir aftan okkur og allir sem voru þar hlupu í allar áttir. Táragassprengja hafði þá sprungið á hæðinni fyrir neðan okkur og við fundum lykt af brenndu hári og hlupum eitthvert í burtu, gátum snúið við eftir svona tvær mín. Allir vita hvernig leikurinn fór, ég skítandi á mig af stressi allan tímann, fannst eins og allir væru að horfa á mig og vissu að ég væri illa úr garði gerður. Allaveganna við heim eftir þriller og geðveikt glaðir.

Dagur 3 með Talíu, fimmari.

Ég gat ekki farið á leik með mínu liði Inter þannig að við ákváðum að fara bara til Mílanó að skoða heimavöllinn þeirra og AC Milan (oj). Tókum lestina um hádegi og vorum komnir inn í central um einum og hálfum seinna. Sporvagn með nafninu S. Siro tekinn, heppilegt nafn, halftíma síðar blasti við fokking ógeðslega stórt geimskip sem stóð bara á einhverju plani, gaurinn svona 60 metrar á hæð og alveg fallegur. Við inn í búð, sjitt ég missti mig, við inn á safn og í túr, inni er hann líka hjúds. San Síró kysstur bless og niðrí bæ. Tjekkuðum á Il Duomo og fleira fallegu, ein aría eða svo tekin fyrir framan La Scala og svo þrusað bara upp í lest aftur og heim til bella Piacenza.

Dagur 4 nálægt Gallíu, flösk(vuðum á þessu maður)udagur.

Heimboð til Gissurar og Sigrúnar til Parma, yndælispar, mjög mússíkalskt, meira svona klassíkerar. Keyrðum Gulu Tuðrunni alla leið þangað, lentum heilu, löbbuðum í bæinn og fengum okkur gott kaffi, kallinn byrjaður að sötra kaffi með Talíu. Gott veður, gott að borða, gott kaffi, gott að lifa, helvíti fínt, la vita e bella (nánar á Uppskriftir.is). Ég sjálfur keyrði svo Gulu Þrumunni heim því sumir voru svo glaðir að þeir gátu sig hvergi keyrt.

Dagur 5 með gallsteina, lokadagur, laugardagur, þooookkalega maður.

Tjekkuðum á Gulunni upp úr hádegi, tók bara farangurinn með mér því við tókum stefnuna á Feneyjar sem er frekar stórt völundarhús með fullt af grímubúðum. Tók doldið langað tíma að keyra niður í Fen en þegar þangað var komið þurfti að leggja í heimsins stærsta bílastæðahúsi og taka heimsins minnsta bát niður í miðbæ, hægt að troða alveg tíu manns inn í hann, skil ekki ennþá hvernig ég komst út úr honum. Feneyjar eru mikið til svona síki og hús og svo aðeins stærri hús en eiliítið minni síki, það eru Feneyjar svona prittí mötsj. Hápunkturinn var grímubúðin sem ég fór inní, geðveikt mikið af stórum grímum sem héngu upp um alla veggi, geðveikt flott búð.

Feneyjar keyrðar í kaf eftir tveggja tíma stopp og haldið út á flugvöll með smá stoppi við Lago di Garda þar sem var dænað, maður getur ekki bara keyrt framhjá Il grandie Lago de Tenore de la Muerte. Keyrt út á (heimsins minnsta) flugvöll og flogið með blússi til Londrésar. Lent á miðnætti tæplega og lest og strætó og búmsjaggalaggalaggalagga.


Naumast alveg hreint hérna yndælis Ítalíuævintýri á enda og á Alli og lardóið hans mikla þakkir skildar. Ég hlakka barasta til að endurtaka leikinn og fara náttúrulega á annan leik og allt það.

Jæja nema hvað, kominn með ritstuld í fingurnar og verð því að flýja. Blix mix.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?