<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Friday, May 27, 2005

Það er engin skömm í því að fá Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki. Það er það sem ég stefni á, ég er aukaleikari.


Það er heitt í dag, mjög heitt. Þar sem ég rakaði allt hárið af kabyssunni í fyrradag fyrir hlutverkið mitt á ég það á hættu að brenna uppi á toppi. Ég verð því að ganga um úti með peysu á hausnum. Sigurvíman er svona í þann mund að svitna af manni í blíðunni, ég þarf ekkert að lýsa því með orðum hvernig þetta fór allt á miðvikudagskveldið. Bara gapandi undrun og hoppandi gleði. Ég semsagt sit uppi á bókasafni og bíð og bíð því það eru aðrir veigameiri stólpar í leikritinu og þeir þurfa lengri tíma en aðrir. Ég nota því tímann í að læra línurnar mínar og vera þá reddí þegar kallið kemur loks.


Samkvæmt einhverjum mæli og kortum er 24ra stiga hiti núna í London, ég las á korti í sjónpó í gær að það átti að negla í 26 stig. Mér er allavega gazalega heitt. Er það séríslenskt að kvarta ALLTAF yfir veðrinu?? Af hverju eru til 22 orð yfir snjó á Grænlandi?? Út af það er svo mikið af honum. Af hverju tala Íslendingar bara um verðið og ekkert annað?? Er það út af því það er svo mikið af því??? Og erum við einhverntíma ánægð með veðrið?? Ég held ekki. Annað hvort skítaveður eða allt allt of heitt.

Ég er til dæmis búinn að vera að segja að á sama tíma í fyrra, þegar við vorum í Checkov, var alveg rjómandi brakblíða. Upp á síðkastið hefur verið svona ekkert sérstakt veður. Núna kemur bunandi blíða og hvað gerir maður?? Fer upp á bókasafn og húkir þar og reynir að blogga frá sér það litla sem eftir er af heilasellunum því þær fóru næstum allar í rakstrinum. Þetta verð ég að gera því það er allt of heitt úti fyrir klaka í loðfeldi. Því það er það sem ég er. Fyrir utan að vera aukaleikari.


Ég er klaki í loðfeldi............í aukahlutverki.

Wednesday, May 25, 2005

Allt í lagi, allir að slaka á, í dag er dagurinn sem allir hafa beðið eftir, ég er ekki alveg að meika spennuna, verð að anda með nefinu og reyna að þrauka.

Ég tala náttúrulega um úrlitaleik Meistaradeildarinnar sem er í kvöld. Í tilefni af því mætti ég ekki í einni ekki tveimur heldur þremur Liverpool treyjum hverri ofan á annari. Á ég of mikið af treyjum?? Já kannski en stuðningurinn verður að vera í botni í dag þannig að ég fór í svarta, gula og rauða treyju. Nörd. Jæja ég er í gati núna, var búinn klukkan hálf eitt í gær því ég var ekkert inn, er inn í dag klukkan hálf fimm.


Um helgina var náttúrlega Jurassic Vísjón og partí í Setrinu. Ekki komu alveg jafn margir og búist var við en slatti samt af fólki. Hannes hinn hýri mætti fyrstur á svæðið og við félagar þrír(Sissi Spass fékk að koma með) fórum niður á HáGötu Wellings og versluðum svona restina af því sem þurfti í partíið. Operation Copra gekk 100% upp og nú er innkaupakarfa í garðinum okkar. Pundið mitt er ennþá fast í lásnum.

Bikarúrlitaleikurinn var náttúrlega fyrstur á horfið og TJ Hooker mætti fljótlega í hann. Grillið var orðið alveg heitt þegar síðasta vítaspyrnan var framin og Arsenal lyfti Ora baunum í dós og rammar en íslenskar pulsur á grillinum sungu eins og Gissur í Parma skinku. Ein norsk og ein íslensk komu svo og svo einn íslenskur leikstjórnarnemi og svo ein íslensk í viðbót. Fullt Setur af enn fyllra fólki. Stigagjöfin og staupin og allir út í garð að spúa olíu á kyndlana sem við keyptum. Fólk er náttúrulega alveg tryllt í partíum. Eitt pulsupartí á ári er það eina sem Setrið þolir, ekki meira.


Sunday bloody the next day og við Stubbur og Tryggur fórum til Bexleyheath á Pizza Hut aðeins til að finna hráar pizzur á diskunum fyrir framan okkur. Ætluðum að bæta okkur það upp með því að fara í bíó að sjá nýju Star Wars. Áttuðum okkur á því svona í miðri mynd að hráefnið í myndinni var eitthvað hálfhrátt eða kannski bara skemmt. Ekki góð mynd svo vægt sé tekið á merinni. Svo bara heim í sunnudagsheilun í kósýlegrólegheitum.


Á döfunni er svo að ekki fá ógeð á fólkinu sem ég er að vinna með, fara í The Globe og sjá Shakespeare og gera ritgerð um það sem fyrir augum ber og náttúrulega að fara heim og fá sér Kevin Bacon Borgara sem Sigurður Sómi sælkerkokkur ætlar að galdra upp úr pottum og pönnum og grilli. Ég reyni að fá ekki hjartattakk yfir leiknum en ég lofa Ingu.

Ok bæææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææææ. Æ.

Friday, May 20, 2005

Þá féll sprengja og rústaði flestu sem varð á hennar leið. Ég er ekki að tala um Júróvísíón rassgatið sem fram fór í gær sem ég horfði ekki á í beinni á BBC 3, aðrir menn sáu um það.


Bomban sem ég tala um átti sér stað í skólanum hérna í morgun. Eftir að hafa beðið með að komast inn í æfingarrýmið í tvo daga bara til þess að fá að vinna í senunni minni eitt andartak og þar fram eftir götunum datt allt í rassgat í gær. Leikstjórinn veikur, kemur ekki aftur fyrr en á mánudag. Tveggja daga eirðarleysi, svo loksins inn á miðvikudag og gekk vel miðað við flókinn texta Villa Sjeiks og maður í góðu grilli. Svo fær leikstjórinn matareitrun eða að því er virtist. Við reyndum að æfa eitthvað lítið eitt í gær, tónlistina og fleira. Í morgun kom svo í ljós að hann Jeremy blessaður leikstjóri kemur ekki aftur til þess að leikstýra okkur og kalla þarf á utanaðkomandi leikstjóra og hann kemur til með að mæta á svæðið á mánudaginn. Algjör bomba og allir í sjokki.

Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að láta þetta ganga, nú verður unnið fram eftir alla daga og örugglega á laugardögum líka. Við vorum komin á góðan stað eftir einungis tvo daga þar sem tónlistin spilaði veigamikla rullu og öllum leist mjög vel á hvað var í gangi. Svo þetta. Ekki aldeilis hreint uppbyggjandi fyrir ungt listafólk á uppleið. Þetta herðir bara skrápinn ef eitthvað er og við göngum því enn vasklegar og hraðar til verks. Samt doldið súrt.


Svo Júróvísíón. Sumir menn voru náttúrulega algjörlega súrir með beiskju á kantinum eftir að Íslandi hafði verið sópað ofan í ruslakistu evrópskrar tónmenningar ásamt aumum þjóðum á borð Makklevístan og Borubarðalandi. Algjört hneyksli las ég. Ég horfði ekki á þetta eins og ég sagði áðan því ég var í leikhúsi, London Season hafið hjá skólanum og maður verður að vera trúr. Ég bjóst náttúrulega aldrei að þetta blessaða "lag" myndi komast áfram því mér fannst ekki mikið í það spunnið né samið. Öngvu að síður verður hið árlega pulsupartí haldið í Setrinu í Welling, að þessu sinni í sambandi við Júróvísíón. Von er á mörgum Ísalöndum sem verða væntanlega með mikil læti og kemur þetta teiti til með að gefa Evróvíssjón partíi Stefáns og Helgu ekkert eftir.


Já hátt verður haft og er það allt í lagi því verið er að selja íbúðirnar sitt hvoru megin við Setrið. Hvað segir það um okkur? Hvað segir það um nágrannana?? Eiturlyf??? Ég kenni skólunum um. Eða Sigga.

Tuesday, May 17, 2005

Ég má til með að blogga smá í tilefni dagsins. Í dag er jú þjóðhátíðardagur hverra?? Jú jú mikið rétt, Normanna. Noregur fagnar 100 ára sjálfstæði í dag. Ojjjj bara.


Fyrsta vika fullra æfinga á Ofviðri Sjeikspírs hafin og maðurinn með litla hlutverkið hefur ekkert þurft að koma inn í senuvinnu. Ég er farinn að halda að mitt hlutverk sem tónlistarmaður í þessu verki sé stærra heldur hið eiginlega hlutverk mitt. Þá er ég að tala um að spila á diggerídúið, brjálað að gera í því. Vorum áðan í músíkalskri upphitun með leikstjóranum honum Jeremy en hann er yfirmaður actor/musician brautarinnar og mikill tónlistarmaður, spilar á 13 hljóðfæri, fyrir utan að hafa útskrifast úr RADA.

Allavega eru upphitanir okkar í músík- og rytmaformi og er það alveg frábærlega gaman, ég hefði ekki viljað missa af því að vinna með tónlistarleikurunum og þeirra höfuðsmanni, margt svo skemmtilegt sem þeir gera með svona rytma, söng og fleira. Sumir fara í gegnum alla skólagönguna án þess að vinna með þeim og gera skemmtilega músik-list sem er synd fyrir þá. Allavega þá leystist upphitunin í morgun upp í Caliban frenzy þar sem stelpan sem leikur hann veltist um á gólfinu til að finna einhvern flöt á skepnunni. Ég var náttúrulega sendur með hraði á diggerídúið. Ég er ekki að kvarta því mér finnst sú list að spila á rörið alveg glæsileg.


Ég er heldur svona slæmur þessa dagana því við strákarnir í fótboltaliðinu fórum til Blackheath til að spila fótbolta á harðasta velli í Evrópu og gerði það ekki góða hluti fyrir mig og minn auma hrygg. Verð að passa mig og jafna mig og hvíla mig og svo verður við að sjá til.


Ekkert meira í gangi þannig séð nema bara æfingar í bráð. Hann Russel á þriðja ári langar að komast í tölvuna mína og læt ég undan því hann var að fá hlutverk í hryllingsmynd með Töru Reid sem verður tekin upp í Rúmeníu síðar í þesum mánuði. Heyrðu nei hann fékk tölvu fyrir aftan mig, hann þarf ekki mína. Hann er aðal hönkið í skólanum og rúllaði þessari prufu fyrir þessa tilteknu mynd upp. Hún heitir Incupus, fylgist með.


Allavega meira ekki í bili. Blæ.

Monday, May 09, 2005

Já. Það er bara í þann mund að bresta í að ekkert verður gjört í því að fara í tíma og svona, maður er bara að klára þetta. Ég vil samt byrja á því að segja........


Ég bý í litlu þorpi eða litlum bæjarkjarna eða öllu heldur litlu hverfi sem heitir Welling. London er jú samansett úr óteljandi mörgum litlum hverfum/þorpum eins og til dæmis Chelsea og Soho og svoleiðis. Ég er náttúrulega langt fyrir utan allt það og mitt litla dæmi heitir Welling. Skólinn minn er til dæmis í Sidcup en það er nú önnur ella.

Allavega þá hefur Welling high street, local Laugarvegurinn, ekki upp á margt að bjóða nema þá kebab búllur, húsgagnabúðir, McDonalds og jú Charity búðir. Gæti maður kallað þær góðgerðabúðir í bókstaflegri þýðingu eða bara Rauða Krossinn, þær eru langflestar á vegum Cancer Research. Ég allavega gekk inn í eina þeirra um daginn til að leita að einhverjum flíkum fyrir hermannaballið sem verður á föstudaginn. Fann ekkert sem ég gat notað fyrir það en datt ofan á eina þrælskemmtilega flík sem ég var ekki lengi að hrifsa í mína vörslu. Það var hvorki meira né minna en eitt stykki ekta Real Madrid búningur, langerma, XXL og kostaði hann ekki nema £6,95. Ekkert smá ánægður með þetta þar sem ég er mikill áhugamaður um að kaupa fótboltaboli og geri mikið af því en aldrei á svona góðum prís. Helvíti fínt.

Þetta hermannaball sem ég minntist á hérna áðan er lokatíminn í ballroom danstímunum okkar. Við eigum semsagt að dressa okkur upp í seinni heimstyrjaldar múnderingu og mæta á svæðið í karakter sem við höfum búið til. Svo eiga allir að bjóða upp dömunum og dansa við þær alla dansana sem við höfum lært á þessari önn. Gaman að heyra. Nema hvað að allir eru orðnir doldið leiðir á þessum þremur dönsum (VAls, Foxtrott og Djæf) sem er búið að tyggja ofan í okkur, ég hefði viljað læra fleiri. Allavega verður gaman að sjá hvort maður getur boðið upp, munað dansinn, ekki stíga á tær, talað við dömuna og tuggið tyggjó allt í einu. Ég er nefnilega bandaríkjamaðurinn Matt Mategna og þeir eru/voru alltaf með gúmm.


Jú jú maður er búinn að standa í lokakynningum um þessar mundir. Á föstudaginn var ljóðakynning, ljóð frá 16. og 17. öldinni, mikið um John Milton og svona. Á laugardaginn var svo hreyfingarkynning sem gekk undir nafninu 16 movements, 16 hreyfingar eða svona move sem við höfum lært í gegnum ferilinn sett saman í 5 mínútna sýningu, unnið með öðrum, ekki sofið út þann morguninn. Í kvöld er svo song share þar sem öllum er heimilt að koma og sjá og hlusta á okkur leika í gegnum söng eða syngja í gegnum leik, hver hefur sitt teik á hlutina.


Það er eitthvað leiðinda hik á tölvunni þannig ég nenni ekki gleðinni lengur. Segi bara sís og veriði ís í. Vortex.

Thursday, May 05, 2005

Í dag er 050505 sem er alveg magnað og ég hef ekki blogga síðan um miðjan apríl sem er í sjálfu sér einnig alveg þrælmagnað.


Margt hefur svo sem gerst síðan ég blokkaði bloggið síðast en svo sem ekkert geðveikt markvert. Skólinn er alveg að fara að klárast, þjálfun minni er að ljúka og þegar henni er lokið er þetta allt í rauninni í mínum höndum, hvað ég geri við þjálfunina sem mér hefur verið kynnt og kennd. Hinn harði heimur kemur bráðum og lemur mig í nýrun.


Á mánudaginn síðasta var frí í honum skóla, bank holiday svo kallað, það eru svona ciracabát fimm svoleiðis frí á ári hjá þeim hérna í Bretóníu. Gott mál því veðrið varð alveg bráðn bráðn og allir í grill til strákana í húsinu á þessum einmitt fría mánudegi. Strákarnir saman standa af þeim James hinum skoska (hinn ungi William Wallace í Braveheart), Aaron hinum Ný Sjálenska, Thijs hinum hálfa Belga, Michael hinum fræga hálf ítalski og hálf erótíska stud muffin og svo Stephen hinum albreska en hann er hýr greyið. Allt góðir drengir og fyrrverandi eða núverandi bekkjarbræður.

Allir í góðu grilli og tvö risastór grill sett upp og fyllt af kolum og svo fyllt af gráum pullum alls konar sem ég er ekki alveg búinn að venjast, full miklar sosatjes fyrir minn smekk. Allavega nartað í nokkrar en svo hafði maður engan tíma í svoleiðis því hörð blakkeppni var háð því drengirnir höfðu strengt forláta net í garðinum og því var gaman og glatt á hjalla fram eftir kveldi, úslitaleikurinn var háður í myrkri og þess vegna, einungis þess vegna tapaði mitt lið. Mjög góður dagur. Annars lá ég bara og gerði ekki mikið þessa helgi.


Eins og ég sagði þá er skólinn alveg að fara að klárast og á morgun er ljóðakvöld, á laugardaginn er movement showing og svo á mánudaginn er song share. Þetta eru allt lokakynningar hjá okkur á árinu og í raun for ever því næsta ár er náttúrulega bara sýningar á sýningar ofan. Svo 16. máí næstkomanda hefst æfingarferli The Tempest eða Ofviðrisins eftir kallinn hann Shakespeare fyrir alvöru. Ég leik hann Anthonio sem er vondi kallinn og fer hann mikinn í hrotta sínum og valdagræðgi. Gaman að fá að vera londris svona einu sinni.

Við erum búin að vera að vinna í tónlistinni fyrir sýninguna í þessari viku, koma með hugmyndir og svona. Í gær og í dag hlustuðum við á tónlist úr ýmsum áttum, við reynum að finna tóna sem henta jörðinni, loftinu og mönnunum í Milan. Ég kom með Sigur Rós í tímann í dag og allt varð vitlaust, spilaði fyrir þau fyrsta lagið á seinni disknum, "Tvö Bjúgu", og allir voru að fíla tónana og angurværðina. Þeir félagar eru spiritual í tónsmíðum sínum og virðast henta andanum Ariel ágætlega.

Svo vorum við að spila á hljóðfæri í gær því helmingurinn af hópnum er actor musicians og ég hafði látið það gossa að ég kynni að spila á didgeridoo. Spila, herma eftir, sami hluturinn. Ég var hérna um daginn allavega kominn með hringöndunina svona í tækniatriðum niður á blað. Ég tók allavega didgeridooið sem þeir eiga hérna í skólanum og æfði mig í klukkutíma og ég var orðinn alveg fær í flest þegar við komum saman seinna um daginn og tókum lagið. Ég er allavega búinn að panta eitt stykki á ebay og það er á leiðinni til mín as I write. Gott að spila á svona hljóðfæri, hringöndunin er samt dálítið erfið en hún er þarna, þarf bara að æfa mig betur.


Allavegananana ér þurrausinn núna og segi þetta gott því ég er sybbinn og þreyttur á easy jet sem leyfir mér ekki að panta flug til Þrölla bró, svona nálægt því að kýla skjáinn áðan, fimmta skiptið á ferlinum. Bleeeeeex í kexxxi.


Ps. ERUÐ ÞIÐ EKKI AÐ GRÍNAST MEÐ LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?