<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Sunday, June 19, 2005

Ég sit hér í Setri við bræðslumark og reyni hvað ég get að líða ekki út af, verð að koma þessari færslu inn á áður en ég gefst upp, ekki gott að hugsa heila hugsun í þessu hitaflæði. Raki og hiti, hættulegt combó.


Já ég sver það ekki frekar en Gunnar á Krossinum að það var algjör steik í dag sem og í gær. Samkvæmt miðlinum BBC, sem ekkert mark er takandi á fyrir utan veðurspár og íþróttarfréttir, þá var hér í dag 31 gráða og 29 í gær, rakinn fylgir síðan fast á eftir. Ég lá hér úti í garði í baði sólar og fór í smá pikk-hárgreiðslustofan-nikk í Danson Park í dag, very næsland. Samt dasaður í meira lagi eins og staðan er þessa stundina og get mig hvergi hrært án þess að límast fastur við gervileður og annað fögnuð innan veggja Seturs þess er ég bý í.


Nú og svo lauk öðru ári mínu í leiklistarnámi því sem ég er í hér í Landi Englanna, þar sem ekki þarf að halda upp á sjálfstæði því Bretar hafa alltaf verið sjálfstæðir. Þeir hafa alla tíð átt heiminn og þurfa því ekki á þjóðhátíðardegi að halda. Við fögnum sjálfstæði og þeirri baráttu sem við gengum í gegnum til að hljóta það en þeir sitja bara og klóra sér í tekexinu og vita ekki einu sinni hvað sjálfstæði er því þeir hafa aldrei þurft á því að halda. 17. júní markaði semsagt þau tímamót fyrir mig að ég lauk mínu öðru ári með því að smella fingri með honum Shakespeare og taka nokkra skala í leikriti hans The Tempest.

Sýningarnar hófust á miðvikudaginn og svo var ein á dag fimmtudag og föstudag. Ég hringdi í Braga Béskota til að fá hann til að koma og sjá Sjeikið, Ratlið og Rólið og hann var svo elskulegur og sætur að koma alla leið niðrí Sidcup til að kikka á kallinn. Sú sýningin var alveg fínasta fín en ég fékk aldeilis hreint í brækurnar þegar ég var kominn hálfa leið í gegnum sýninguna, búinn að vera á sviðinu í einni senu þegar ég fattaði baksviðs að ég var með Herra Gemsa í vasanum, kvikann og í góðu grilli. Fékk semsagt sjokkið góða þegar ég hugsaði hvað hefði gerst ef félaginn hefði farið að hringja í vasanum þegar ég var í senunni. "Nú verðu gert stutt hlé á sýningunni á meðan leikarinn svara sms-i". Það hefði verið meira en ekkert og þaðan af verra.

Ég dró Bragann með á pjööööbbinn eftir sýninguna og þar var gaman og gott að grilla í blíðu. Við fengum okkur deigaða pulsu með tjipsum sem sumir líktu við hrossagræju en ég gef ekkert út á það, skyndibiti sem fita er í.


Þessi helgi er þannig búin að vera frekar grilluð, dagslöng pöbbaseta tekin á föstudaginn eftir morgusjóið okkar og svo farið á Draum á Jónsmessunótt hjá hópi B og svo aftur á pöbbinn fram á nótt. Í gærkveldi var svo þriðja árs lokapartí í Eltham og allir sumarlegir fínir eftir smá verzlunarleiðangur í Bromley, hnokkar í stuttermaskyrtum og hnátur í stuttum pulsum með extra remolaði. Hlaut í bónus nýja gervigrasskó og buxur sérhannaðar til að tækla, mæti allsvakalegur í bekkinn hjá Melsteð eftir nokkra daga.


Læt þetta vera svona nokkuð gott í bili, mæti í skólann á morgun á briefing um þriðja árið svo crits og tutorial á þriðjudaginn. Frí eftir það fram á föstudag þegar verður ball og læti. Bið að heilsa og hafiði ha og tralla la.

Wednesday, June 15, 2005

Shakespeare in Jeans


Í dag er stór dagur. Valsmenn keppa við FH-inga í úrlsitaleik sumarsins í kvöld, Melsteð United á einnig leik í kvöld og svo er það hann Willi gamli sjeik it like polaroid picture í kvöld. Var að koma af fyrstu sýningunni sem hófst klukkan 11 í morgun en það var leikritið Makleg Málagjöld eða Measure for Measure með Sigurði Horribilis í broddi fylkingar. Ágætis sýnig þar sem allir stóðu sig með prýði. Ég hlakka til að sýna en við erum on í kveld klukkan 19. Við erum svo klukkan 15 á morgun og 11 á föstudaginn en þá er öðru árinu lokið formlega á 17. júní. Fyrsta árinu lauk líka í fyrra þennan sama dag, mjög svo viðeigandi.


Ég veit að ég hef ekki bloggað í óratíð og hef því meira og minna gleymt tækninni hvernig á að haga því en ég reyni bara eins og ég kjet. Ástæðan fyrir bloggþurðinni er einfaldlega að allt er búið að vera á fullu í undirbúningi sýningarinnar og ég er búinn að vera á skalla. Tólf tíma skóladagar og skóli á laugardögum er það sem ég hef lifað við núna upp á síðkastið. Ekki mikið svona fréttnæmt þannig og því hef ég verið slakur í tíðinni.


Sumarið er ekki komið til Englands en hann Terry landlord sagði að spár fyrir sumarið, sem eru vanalega júlí og ágúst fyrir, Breta væri alveg scorching og brennandi. Maður missir af þeirri bráðnun. Já hann Terry kallinn lét okkur fá nýjan ísskáp um daginn því okkar litli var jú allt of lítill. Þessi er stór og geðveikur. Við Siggi ákváðum að vera snjallir of hafa hann doldið kaldan því gott er hafa allt kalt í sumrinu sem er ekki komið. Stilltum því kvikindið á þriggja gráðu hita sem er frekar svona fríó en stóri klumpur verandi ísskápur ákvað að frysta allt sem inní honum sat þar á meðal spaggettíið mitt sem ég var að geyma og gúrkuna og tómatana mína. Erfitt var því að skera frosinn tómat í morgun og gúrkan heldur lin eftir slæma útreið. Ég hef nú stillt á sex gráðu hita en hann er búinn að bíta það í sig að vera svalur á því út af yfirvofandi sumri og því öllu. Það er einfaldlega ekki hægt að tjónka við sumum.


Sem sagt smá rigning í dag og er það vel því jörðin, og þá meina ég grasið sem maður vill spila fótbolta á, er eins og parket og hart svo mjög. Five-a-side football mótið nálgast sem er haldið árlega á lokadegi skólaársins ásamt ballinu og maður er svona heldur smeykur að fara spila á gamla gervigrasinu í Laugardal og rífa sig og tæta. Maður skundar væntanlega á ballið og tekur þar eins og eina skrúfu. Annars er öllu að ljúka og ég væntalega væntanlegur heim í olnbogafeitina og díselútblásturinn niðri á hafnarbakka því Samskip kallar á týndan son eftir margra ára fjarveru.


Ég kveð í bili en vona samt að allir séu glaðir og óska mér góðs gengis á sviðinu í kvöld því tungubrjótur er hann mikill fyrir mig hann Willi Sjeik. Svo segi ég áfram Valur og áfram Melsteð og áfram Shakespeare. Ble.

Thursday, June 02, 2005

Júní has broken, like the first júní í í í í í í, Shakespeare has spoken, like the first twerp. Já já var að ljúka við Sjeikara ritgerð núna rétt í þessu, 3000 orð á samtals 5 tímum. Ekki slæmt það, bara mjög slæmt.


Mikið hefur gerst síðan ég blúggaði síðast og ég skal reyna vera hnitmiðaður og skorinnortur og glerharður. Helgin já helgin síðasta var löng, önnur í röðinni á stuttum tíma, bank holiday á ný. Við trúum á guð og höldum Hvítasunnu og Uppstigningadag hátíðlega. Þeir trúa á bankann og dýrka hann og dá á nokkrum mánudögum á ári. Bankakerfið hérna er samt ekkert til að dýrka, heldur ekki til að hrópa húrra fyrir.

Allavega á laugardaginn fór ég að sjá Shakespeare leikritið The Tempest, það sama og við erum að vinna í, í The Globe. Við vorum skikkuð til að fara vegna ritgerðar sem við áttum svo að vinna út frá þessari sýningu. Þetta var aldeilis frábær lífsreynsla að fara í þetta leikhús sem er búið að reysa í upprunalegri mynd gamla leihússins þar sem Sjeikinn og félagar sýndu allt sitt gallerí. Gaman að fara aftur í tímann og sjá og upplifa.

Aðeins þrír leikarar tóku þátt í þessari uppfærlsu sem er undirmannað með eindæmum því karakterar eru ögn fleiri en það. Þeir nutu svo hjálpar þriggja "dansara" sem hoppuðu um í þröngum gallabuxum og leðurjökkum. Ekki alveg að sinka inn í sjóið. Það sem ég svo fílaði best við sýninguna þessa var kórinn á svölunum sem samanstóð af svona sjö manns og einungis ein þeirra var kona. Fimbulbassi og barítón voru umkringdir kontratenórum og kaströtum. Æðisgengin tónlist og geðveikar raddir. Ég fíla. Ég fíla vel.


Sunnudagur og búið að redda miðum einhvernveginn á stórleik á Millenium Stadium í Cardiff í Wales. Siggi Samningamaður náði að bulla í einhverju liði að hér væru staddir hörðustu aðdáendur Preston North End Íslands og við kröfðumst miða. Þeir gripu í bullið og aðdáendaklúbburinn Preston Ice stofnaður. Pabbi Sigga kom um daginn og hafði undir örmum forláta Daewooooooo leigjanda og við brunuðum til Wales. Leikurinn við West Ham á mánudegi og við ætluðum að gista á leiðinni, smá road trip í gangi og svona.

Hjalti H Sigurðarfjaðrir þekkir mann og annan og hann húkkaði oss upp með gistingu í LaCock sem er nálægt Merksham en þar býr kunningi hans. Í LaCock var Harry Potter hálshöggvinn fyrir 5 öldum síðan og er búið að reysa klaustur á þeim stað en þar var fyrsta myndin um undradrenginn ógnarleiðinlega tekin upp. Gistum í sveitasælu í hæðum Englands en áður en við gátum gengið til rekkju varð kunninginn hann Tim að fara með okkur á pöbbinn. Tim þessi er rallybílstjóri og keyrði með okkur í á 3ja metra breiðum vegum LaCock héraðs á 160 km hraða í Subaru Imprezunni sinni. Þvílíkt sem þessi var glannalegur. Allavega pöbb/klúbbur í Melksham og við í grilli með Tim. Svo bændagisting, full english in the morning.


Wales var náð um hádegi næsta dag og Cardiff skartaði sínum fegurstu verksmiðjum og járnbrautarteinum okkur til heiðurs. Lögðum í vöruskemmu of tókum strætó á leikinn. Völlurinn var huge, 70 þúsund manns og hávaðinn eftir því. 1-0 fyrir West Ham og Preston Ice var lagður af á leiðinni heim í bílnum, stjórninni kom ekki saman eða var alveg sama, þannig varð að slíta samstarfi. Mér leiðist að sitja í bíl í marga klukkutíma og varð ég þ.a.l. sybbinn mjög. Ágætis ferð samt.


Eins og ég rakst á áðan þá skrifaði ég ritgerð á hundavaði sem ég á skila á morgun og við gerumst æ kræfari í æfingum á Tempest, skríður vonandi saman á endanum. Allavega ekkert að gerast þannig, kominn júní og menn klæðast enn fötum, engin hitabylgja komin ennþá. Það er líka bara eins gott þar sem ég er búinn til úr ull.


Seinna.........................sæl veriði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?