<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Wednesday, December 14, 2005

Góðir hálsar má ég biðja um smá hljóð því nú hefst liðkun á ryðguðu bloggi sem ekki á sér sjö daganna sæla í heimi þessum. Já rúsínurassgöt, ég er kominn heim í sveitasæluna sem er Reykjavík.


Ég vil byrja á því að senda árnaðaróskir um og yfir haf og lönd sem skilja mig og bróður minn að. Já hann Þröstur brósi besti á afmæli í dag og er hann hvorki meira né minna en þrítugur. Sendi ég honum hér með hamingjuóskir með þennan áfanga sem hann er ekkert sérstaklega hrifinn af veit ég. En með ellinni fylgir ró og speki og er ég viss um að þú finnur æðruleysið í öllum þessum aldri sem hefur verið hellt yfir þig núna. Til hamingju með daginn Þröstur minn.


Já og svo veit ég að ég hef ekki sést hér á þessari síðu síðan í nóvember einhverntíman en það eru svo sem ástæður fyrir því. Flutti semsagt í Villuna í London og þar lá samband við net niðri lengi vel. Úr Setrinu í Villuna? Þið kannski spyrjið ykkur hvernig í ósköpunum maður getur alltaf fundið svona glæsihýsi á ekki stærra svæði og það í London, úr Höll Kóngsins í Setur og nú í Villu. Ég verð bara að segja að ég er svona heppinn í þessum húsabransa. Villan ber nefnilega nafn með rentu, er skreytt að innan með fallegum speglum, rauðum flísum á gólfum og svo fallegu bláu sófasetti, allt í boði IKEA frænku. Og svo einfalt gler á línuna svo að það verði aldrei almennilega hlýtt inni. Æðisgengið.

Svo hefur gengið á í skólanum að ég tók Fight Test þar sem Antikristurinn sat í dómarasætinu. Þetta var einhver satisti frá Manchester sem hefur hlotið smá vald í gegnum tíðina og nú býr það allt sem heitt loft í hausnum á honum. Hann var strangur, mjög strangur. Ég hlaut bronz medalíu fyrir frammistöðuna. Þetta hefur kannski eitthvað með að gera að ég sparkaði mjög svo fast í hneturnar á öðrum kennaranum í worksjoppinu sem hann hélt eftir prófið. Átti náttúrulega að sparka í þykjó en náði ekki svona langt niður, allt dvergar í kringum mig, og sparkaði því frekar fast beint í mark. Það var ekki góður dagur.

Svo lék ég Ebenezer sjálfan Skrögg fyrir allt elítuliðið í Bexley Council. Við vorum beðin um það fjögur sem vorum í sama leikritinu að gera smá jóla jóla leikrit fyrir elítuna í Elítuhúsinu í Danson Park gegn vægri greiðslu. Við eyddum semsagt viku í undirbúning á þessu og sýndum þetta svo á föstudagskveldi við fádæma þöglar en góðar undirtektir held ég. Þau eru öll svo sófistikeruð að þau mega ekki sýna mennskar tilfinningar. Þetta er jú húsið þar sem drottningin kom í heimsókn í í sumar og baunaði meira að segja í sérstaklega útbúið klósett á efstu hæðinni sem ég fékk að sjá. Ég fékk ekki að bauna í það sjálfur bara að dást að því.


Já já svona er nú það og hérna svo fenguð við að vita í hvaða leikriti við verðum eftir jól. Mitt leikrit heitir Peribanez og er eftir Lope de Vega, úlfinn sjálfan. Ég er ekki búinn að lesa það enn alltsaman en hlutverkið mitt er ægifagurt og nú er smurning um að standa sig. Ég verð ekkert að vinna um jólin nema þá í lokaritgerðinni minni sem ég verð að fara að krukka almennilega í. Það verður ögn þægilegra kannski núna því ég var að fá nýju fartölvuna mína í hendur sem að ég fékk í verðlaun fyrir auglýsingasamkeppnina góðu, þrusuvél það.

Þannig gott fólk ég verð heima við svona að mestu leyti, reyni að hafa nóg að gera til að halda huganum frá ýmsum hlutum og einnig til að hafa hugan við það sem ég þarf að gera. Nú er ég byrjaður að bulla þannig ég kveð.

Ef það er eitthvað þá bara takiði í tólið og svo framvegis. Blamm.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?