<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Wednesday, January 18, 2006

Ég sé það á skjölum sem tilheyra síðu þessari að ég hef ekki komið nálægt neinu sem heitir blogg í núna þetta rúman mánuð. Er þetta hneisa hin mesta og krefst ég svara sem fyrst og ef ekki strax þá núna.


Ég er náttúrulega löngu kominn út til London aftur eftir langt og mikið og loðið jólaleyfi þar sem margt bar við og enn meira rak. Ég náttúrulega tók þá ákvörðun að vinna ekki svona starf sem borgar laun heldur ákvað ég bara að vinna að lokaritgerðinni minni sem heitir dissertation á ensku og á að skilast í maí einhverntíma. Nú segir fólk kannski: "Hva maí?!?! Er ekki nægur tími til stefnu?!?!??!?!?!?!". Ég segi til að svara þessum sauðum sem láta svona vitleysu út úr sér að ég hef barasta ekki neinn einasta tíma til að skrifa hérna eða lesa fyrir ritgerðina, allt er bókstaflega á fullu. Eins gott að ég las þessar örfáu skruddur heima um jólin því ég veit ekki hvenær ég get kíkt í bók næst.

Það er semsagt nóg að gera því að í fyrstu vikunni þ.e. síðustu viku voru fyrirlestrar haldnir í tengslum við ritgerðina BA þannig ég undirbjó það dæmi alla síðustu viku og hélt svo lesturinn á fimmtudaginn. Gekk svona la la, erfitt að kynna sér svona náið eitthvað efni og reyna að koma öllu því sem maður þarf að segja frá sér á mjög stuttum tíma. Svo er þessi vika sem stendur yfir búín að vera undirlögð sjónvarpsvinnu en þar erum við, sem sagt leikhópurinn úr Peribanez sem er næsta leikrit, að læra undirstöðu atriði í tækninni sem kemur að því að vinna við sjónvarp og kvikmyndir, hvernig á haga sér í kringum skrýtin tæki og menn, hvar á að standa og hvert á að labba o.s.frv.

Ágætis vinna sem þar fer fram en mikið að læra á barasta einni viku. Hefðum getað auðveldlega verið í svona sjónpó dæmi langt fram á sumar og samt ekki lært nema brot af bransanum. Svo á mánudaginn byrja svo æfingar á leikritinu mikla Peribanez eftir Lope de Vega hinn mikla Spánverja sem var algjör úlfur. Það verður alveg stíft prógram fram í lok febrúar og þá tekur við smá breik í tvær vikur eða svo sem maður verður að nota vel. Því næst er komið að gerviprufum eða mock auditions þar sem við erum æfð í að fara í prufur og svo er einhver geðveiki í viðbót og svo mætti lengi væla.


Get ekki staldrað hér við lengur og blaðrað því ég verð að fara að læra senuna mína fyrir Tíví-ið á morgun. Harður þessi tívíbransi, læra nýjar línur as you go along and look for your mark.

Sound rolling, sound speed, camera rolling, aaaaaand ACTION!!!! Kött, print and dets a WRAP. Þetta sagði Clint allavega alltaf og hann kann á þetta hjeeeeeeeeeeelvíti.

Blæ blæ og smá bló takk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?