<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Sunday, February 26, 2006

Blogg einu sinni í mánuði það er mitt mottó. Kannski við hæfi að hella upp á smá ábót af því tilefni að ákveðnum áfanga hefur verið náð og vissu verkefni er vissulega lokið.


Jú góðir fiskimanns vinir í hálsinn þá lauk sýningum og öllu heila ferlinu á hinu rammspænska og eiturheita leikriti Peribanez í gær. Þannig var að sýningarnar hófust á fimmtudagskveldið, svo var sýning á föstudagskveldið og síðan var öllu slúttað í gær með einu matinee-i og lokasýningu í gærkveldi. Gengu þessar heilu fjórar sýningar alveg eins og í sögu eftir Astrid Lindgren, allir með eplakinnar og í góðum gír í doppóttum pilsum og fléttur niðrá rass. Ég var allaveganna í bleyjunni minni með skikkjua góðu á bakinu, með óþægilegri búningum sem ég hem komist í fyrir þær sakir að hann var alltaf hrynjandi í sundur og hinar þrjár fræknu búningardömur sem slógu hann saman þurftu alltaf að vera hlaupandi til með nál og tvinna og fleira saumadót. Ef það var ekki til að ditta beinlínis að búningnum þá var það til að ná út títuprjónum sem þær höfðu gleymt einhversstaðar inn í honum blessaðar, voru prjónarnir þá farnir að stingast inn í loðið skinn í öllum herlegheitunum.


Semsagt þessari blokk lokið og nú tekur við eitthvað annað og skemmtilegt. Til þess að geta þess sem er á döfinni þá eru söngprufur fyrir showcase næstkomandi laugardag því ekki mega allir syngja þar. Showcase er svona senusjó þar sem umboðsmenn mæta og vega og meta kjötskrokkana sem við erum. Svo er ég að fara í prufur sjálfur til Guildford og Glaskow í mars þannig maður þarf að læra ný lög og mónólóga til að vera með allt á tæru og geta sýnt hvað maður getur. Svo er það ritgerðin maður. Allt er búið að vera á hóld á meðan sýningunni stóð, nú verður maður að fara að læra og vera geðveikur.


Svo er Kóngurinn náttúrulega niðrí stofu, kom til að sjá Ís-sjóið sem þetta leikrit var, senunni stolið hvað eftir annað af vitleysingum frá suð-vestur nára útkjálka heimsins, húrra fyrir því. Þannig djengið heldur áfram meðan Kónginum nýtur við og þá er ekki beðið um lítið.

Meira var það nú ekki lömbin mín. Veriði nýrökuð því nú fýkur skeggið. Ble.

Sunday, February 12, 2006

Já komiðið nú sæl allir sem einn og kindin Einar. Hér er ég mættur og get ekki annað þegar maður situr á rassaling og hefur gert alla helgina. Friður og ró. Hér er friður og ró.


Sit semsagt niðrí stofu með farrarann og horfi á Inter taka á móti Juventussunni sem allt ætlar yfir að æpa með látum og blettum. Ég hef tekið því ekki með eindæmum rólega heldur hafa sérdeilis rólegheit verið tekin hér með trolli og mezza notte og gutta. Kræst það sem maur getur nú slappað af, hef nú verið að læra þessi reginnar býsn líka. Er líka bara einn í Villunni því Sigurður Hrotti fór til landsins Ísa að taka upp raunveruleikaheimildarmyndina "Jónsi í Svörtum Leðurjakka verður eldri".


Ég þarf auðvitað að læra eins og nemanum mér ber, er líka með tuddahlutverk í sýningu sem ég verð að sinna með hreysti og dugnaði, fullt af línum sem ég verð að vera frekar sjúr á í þessari viku, sú síðasta í æfingum fyrir "production week" en þá er stykkinu hent upp og allt fer á fullt. Svo hefur mér hlotnast sá heiður að vera einn af fjórum nemendum skólans sem fara kannski í The Globe á Shakespeare hátíð til að leika í smá senu úr stykkinu mikla "´Tis pity she´s a Whore" eftir John Ford. Við erum fjegur sem höfum verið tilnefnd og eru tvö sem fá að fara, ein stelp und einen strakken. Það er nú bara heiður að vera tilnefndur. Lesum saman senuna á morgun á þá verður valið í þetta dæmi.


Þannig að dæmið hjá mér er barasta skólinn og sýningin góða. Höfum nú verið að æfa í þrjár vikur og aðeins ein eftir og við höfum aðeins farið í gegnum leikritið einu sinni og mér finnst tíminn vera ekki af skammtinum óskornari. Leikstýrunni finnst við hafa tímanna fjöll á okkar snærum, enginn virðist vera sama sinnis. Er hún bara kjánaprik þessi stýra? Sumum innan kastsins finnst það og eru þar af leiðandi í kastinu, taka reglulega kastið. Dæmið þið um það, hérna er hún: www.aileengonsalves.co.uk .


Það eru hvorki færri né fleirri en þrjár búningastelpur að sauma búninginn minn. Ég veit hvað þið eruð að hugsa og svarið er nei ég hef ekki bætt svona miklu á mig. Hann er bara flókinn þessi búningur. Hef farið í tvær búningamátanir hingað til og verið í samanlagt fjóra tíma með þær sveimandi í kringum mig títuprjóna og málmbrand. Ég er að fara í þriðju mátunina á morgun og bætast þá við tveir tímar enn við þá runu. Þær eru jú bara að læra eins og allir. Ein þeirra sér um "buxurnar" mínar sem er svona týpísk spænsk bleyja frá 1650 þegar Columbus var að djenga hvað mest. Svo er ein blessunin að sauma jakkann minn sem er fóðraður allur upp og niðrúr svo mér verði örugglega ekki kalt á sviðinu innan um öll ljósin og svona. Og svo er sú þriðja að sauma skykkjuna mína sem er stærri að flatarmáli en lóðaúthlutun á Arnarnesi og voldugri en Adriano sem var að fá mark dæmt af sér.


Þannig að hljólin snúast hér sem fyrr og maður hefur bara ekkert tíma til að blogga eitthvað eins og rugludallur. Maður þarf svo líka að hugsa um framann eða þá framtíðina. Er að fara sækja um MA nám í Söngleikja....djengi, musical theatre. Guildford og Royal Scottish Academy of Music and Drama eru skólarnir sem ég hef sent umsókn til og fer í prufur fljótlega eftir að ég hef lokið öllu sem heitir sýningin Peribanez. Svo er það BA ritgerðin sem býður alveg spennt eftir því að ég skrifi hana. Nóg að gjöra. Ég kem örugglega ekkert heim aftur, panta bara pláss á geðsjúkrahúsi strax því ég á örugglega eftir að mizza það. Leggst inn strax eftir ferðina til Grikklands, maður verður að fylgja Davíð í mössun aldarinnar.


Allaveganna þá segi ég þessari smásögu lokið. Hvernig er það, get ég ekki notað blogg þessara þriggja ára sem BA ritgerð, borga bara Guðna Kolbeins eða Þrándi Thoroddsen til að þýða ósköpin og voíla: skemmtilegasta BA ritgerð sem út hefur komið á þessum ársfjórðungi.
Pæling. Bara bæ bæling.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?