<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Friday, March 31, 2006

"I like the flowers, I like the daffodils. I like the mountains, I like the rolling hills......". Svona hljómar nú fallegur texti og hann er hægt að syngja nú um mundir því daffodillurnar eða páskaliljurnar eru farnar að kinka kolli í golunni og vorið bankar. Sköllóttur kollur getur næstum því verið ber að ofan úti við.


Ég sit inni við skriftir og get ekki annað. Langt er nú liðið og það er orðið framorðið síðan ég reit texta í svæði þetta, nú gjöri ég bragarbætur á og segi tíðir um yndi. Ég hef verið í svona engu sérstöku undanfarið nema ritgerðarsmíð og hangsi að tagi ýmsu. Hef fengið svar frá þeim í Glaskow. Það er nú reyndar vika síðan að ég fékk það svar, voru þeir ekkert að hika við að skjóta mann niður heldur drifu sig bara í því. Sem sagt nei frá þeim í Gljáskógum. Alveg eins gott því prufan, eins og þið munið, var ekki upp á svo mikið sem 100 grömm eða svo af siginni grásleppu. Síðan fæ ég alltaf þennan leiðindarvíbíng þegar ég er í Glaskow. Mér leiðist svona hálfpartinn og langar að fara þaðan strax aftur. Ég veit ekki hvað þetta er. Ég hefði örugglega lært að lifa þar ef að svo hefði borið undir en svo er nú ei þannig að þið getið bara gleymt því. Núna er bara að massa recallið frá Guildford ef maður hefur löngun og getu til. Verð að finna mér góðan djazzballetskóla hérna í Eltham og æfa stíft því það flýgur ein gin í gegnum þessar blessuðu five, six, seven, eight prufur.


Ég vil spyrja ykkur að einu. Hvað eiga ég og Arnar Jónsson bráðum sameiginlegt? Nei ég spyr. Nú var ég að fá hlutverk í leikritinu sem verður sýnt í London í sumar, lokaleikritið á ferli mínum í Rosie B. Það er leikritið Festen eða Veislan eða hvað nú sem það var kallað á ISSSlandi. Já góðir hálsar, ég kem til með að fara með sama hlutverk og Arnar Jónsson fór með í Þjóðleikhúsinu forðum daga. Ég er að fara leika sextugan pabba, sem er afi í þokkabót, sem misnotaði börnin sín heiftarlega og fær að finna fyrir því allsvakalega í leikritinu. Ég á ekki til aukatekið orð góðir hálsar. Hvernig á ég að fara að þessu? Í senunum okkar fyrir Showcase-ið megum við ekki leika upp fyrir okkur eða niður í aldri þá aðallega, ekki vera mikið yngri eða eldri en karakterarnir eru í senunni. En núna er það allt í lagi út af því þetta er Festen. Við erum fyrsti leiklistarskólinn í Englandi til að fá leyfi til að setja þetta upp því þetta var nýverið á fjölum einhvers leikhúss á West End. Ég kem ekki til með að leika nema ca 30 ár upp fyrir mig þannig það er í góðu. Fakkin Ell.

Talandi um senurnar fyrir Showcase þá vorum við að fara yfir nokkrar hugmyndir um daginn og kennararnir horfðu á og sögðu af eða á, jei eða nei, núll eða nix. Ég og hann Rob, sem 21 árs strákur frá Wakefield rétt hjá Leeds, stór og stæðilegur eins og moi, gerðum senu úr "Rosencrantz and Guildenstern are dead" eftir Tom Stoppard. Höfðum æft senuna þó nokkuð svo þeim litist nú alveg örugglega vel á hana og þeim fannst hún líka flott hjá okkur og sögðu Amen svo við komum til með að gera hana í Showcase-inu þann 2. maí. Skemmtileg sena úr kreisí leikriti sem gaman er að.


Þetta er svona það helsta. Einn góður í viðbót kominn inn í Rósina Brúnu en prufur fóru fram nýverið heima fyrir skólann minn góða. Sá ágæti maður heitir Jóel og var með mér í Clint í sumar og er hann snillingur. Fékk ekki inn heima en inn í Rósina og er það best.

Svo eru hamingjuóskir til Fjólu frænku sem á ammli í dag og er það stórt að þessu sinni. Vildi ég væri í kökum og kaffi á morgun. Fer bara til Noregs í staðinn þann 10. apríl. Baaaaaííííí.

Thursday, March 23, 2006

Nú er hitastigið aðeins farið að pikka sig upp og brúnin þar af leiðandi aðeins farin að lyftast, smá gola en mildur djöfull. Von er á rigningu hjá hinni konunglegu BBC og þar var haft eftir mönnum að "spring has sprung".


Jæja eftir alla jákvæðnina og mjálmið hérna um daginn er um að gera að fara taka til hendinni. Er núna búinn í þessari gervi- og ektaprufutörn sem var hérna í síðustu viku þannig nú get ég farið að nota tímann í eitthvað uppbyggilegt eins og hespa ritgerðinni af. Þrölli bró er að koma á leik hérna í byrjun apríl og mig langar að vera kominn allaveganna langt með ritgerðar-antíkristinn þegar hann ber að dyrum. Er semsagt nýkominn frá Gljáskógum í Pilsalandinu mikla og þar var ég prufaður út og inn og allt um kring. Eins og fróðir menn þykjast muna þá er ég að reyna að sækja um MA-nám í dans- og söngvamyndum, nostalgíuhundur ég er. Fór semsagt í dans-, söng- og leikprufu að þessu sinni og það var nú eins það var.

Dansprufa þessi var sú fyrsta sinnar tegundar sem ég hef nokkurntíma farið í. Við vorum eitthvað um 20 sem vorum að láta til prufast og var ekki til setunnar boðið þegar teinréttur spjátrungur stökk inn í herbergið og sagði okkur að halda okkur heitum því við myndum byrja innan tíðar. Fyndið hvað allir eru óöruggir með sig í svona prufum, þetta virkar örugglega eins og fyrsti dagurinn í nýrri vinnu fyrir alla. Allir að reyna vera sniðugir og hlægja og teygja á aftanverðum lærunum, sýna að þeir eru nú örugglega liðugri en næsti maður. "Já ha ha ha ég er hérna frá Cambridge og er hérna og já já og..........", og allt í einu er manneskjan sem þú varst að tala við horfin því hún varð að kíkja í spígat svona rétt á meðan samtalinu stóð. Ohhhhh það er svo gott að vera svona liðugööööööööör. Ég var bara eitthvað að galloppa um svæðið og reyna að halda mér svölum inn í ullarpeysunni og svo brást þetta á með suðvestan-hliðar-saman-hliðar.

Kom svo sá teinrétti með einhverja ameríska þolfimitýpu með sér og rútínan byrjaði samstundis....five...six...seven...eight...og ég vissi ekki hvað ég var kominn út í. Hann byrjaði á einhverri rútínu og allir áttu að fylgja með og endurtaka eins og þeir hefðu verið að æfa þetta síðan um áramótin. Ég var ekki alveg í essinu mínu þarna og skellti þar af leiðandi í kæruleysisgírinn og hafði bara gaman af, reyndi að brosa og dilla bossanova. Náði svo sem rútínunni alveg en gerði hana svona bara eins vel og ég gat, reyndi að vera ekki fyrir framan speglana í herberginu. Æi þetta var alveg bara gaman.

Að henni lokinni þá var bara undið sér í sönginn og leikinn og litla devised stykkinu sem maður átti að undirbúa. Listi upp á vegg og allir að bíða eftir að komið yrði að þeim, ég var fjórði síðastur. Var eitthvað þyrstur þarna og leitaði mér brunns og þeir eru svona sniðugir þarna í Gljáskógum að hafa vatnið þannig úr garði gjört að þig þyrstir enn meira þegar þú ætlar að svala þorstanum með því að dreipa á veigunum sem by the way voru svona gulbrúnar á litinn. Jæja loksins komið að mér og ég þurrari en Gobi í munninum og ekki hjálpaði skolpið pisslitaða eins og áður sagði. Undirleikarinn sem sá um að spila fyrir okkur á pjanóið var ekki góður og spilaði bæði lögin alltof hægt eftir að hafa spurt mig hvernig ég vildi hafa tempóið, þvílíkur sveinninn jóla. Svo lék ég trallaði og ekki orð um það meir, fæ að vita eftir 2-3 vikur. Bla bla.


Jæja verð að byrja skrifa eitthvað sem ég get skilað inn á endanum og hætta þessu ruuuuugli. Ef þið viljið eitthvað meira þá bara gluggiði í dagblöðin, það er alltaf hægt að finna eitthvað þar sem vert er að lesa. Laters.

Tuesday, March 14, 2006

Jæja börnin góð, I´m on the up and coming in life ég get sagt ykkur það. Það er ekkert nema jákvætt um mitt líf að segja um þessar mundir. Ég má til með að deila þessu með ykkur og monta mig smá í leiðinni.


Ég vil byrja á því að við í fótboltaliðinu góða Rosie B áttum leik við Drama Center hérna á sunnudaginn og það var nú leikur í meira lagi. Við byrjuðum vel með marki frá hverjum öðrum en bleika skýinu sem þetta skrifar. Hörkuskalli eftir góðan kross frá Aaroni McManaman en svo seig á ógæfuhliðina. Lentum 1-3 undir á okkar eigin heimavelli og þannig stóð í leikhléi. Nú var okkar "unbeaten run" ógnað svo um munaði þannig við urðum að spíta í lófanna og gera eitthvað í þessum ófagnaði öllum saman. Fullt af fólki úr skólanum hafði mætt til að hvetja og nú gátu menn ekki farið að tapa. Ég var tekinn út af rétt fyrir leikhlé og byrjaði ekki seinni hálfleik vegna slakrar mætingar á æfingar upp á síðkastið, Aaron, sem spilaði sem fyrirliði, að reyna að vera dipló. Eftir svona sjö mínútur í seinni hálfleik tók Sigurður Zubezareta kastið í markinu og sagðist vilja bangsann sinn inn í vörnina og það varð svo og þá var líka allt sett í lás. Og þá um leið tók sóknin við sér og setti ein fjegur mörk og við unnum leikrassgatið 5-3 og erum enn ósigraðir síðan að RADA tók "okkur" í bakaríið, en þá var Kóngurinn á 1. ári. Þannig það er langt um liðið.


Allavega sætur sigur það. Annað í bleika skýinu er það að ég hef verið tilnefndur af skólanum til að keppa um The Spotlight Prize sem eru veitt ár hvert fyrir framúrskarandi tilþrif á sviði leiklistar hjá lokaársnemum í helstu leiklistarskólum Bretlandseyja. Það eru semsagt einn strákur og ein stelpa valin úr hverjum skóla til að keppa um hnossið sem á endanum fjögur stykki hljóta, tveir strákar og tvær stelpur. 44 nemendur tilnefndir en 4 útnefndir. Eins og ég segi þá er bara heiður að vera tilnefndur. Hugsiði ykkur, fyrst Rúnar frændi tilnefndur til Óskarsverðlauna og nú ég til Spotlight verðlaunanna. Þvílíkt hæfileikaoverflow er í fjölskyldunni minni, í föðurættina þ.e.a.s. Nú þarf móðurættin að sýna sig og sanna. Það er nú ein Ædolstjarna þar einhversstaðar á meðal þannig ekki er öll sylvíanótt úti enn. Fariði endilega inn á www.spotlight.com og berjiði mitt fagra [sviðs]nafn augum.


Svo var ég að fá einkunina/umsögnina mína fyrir leikritið sem ég var í um daginn og það var alveg súper umsögn þó ég skrifi sjálfur á eigið blogg. Þetta hljómar nú sem eitthvert helvítis mont í mér en þannig er það bara að ég hef ekki fengið svona góðar umsagnir á ferlinum, ég var ekki beinlínis í uppáhaldi hjá kennurunum á mínum fyrstu árunum í skólanum. Núna fæ ég umsagnir á borð við að ég sé að koma þeim svo skemmtilega á óvart á þriðja árinu með stjörnuframistöðu og þess háttar. Ég var alltaf "a late bloomer" og er greinilega enn, ég er semsagt að springa út núna samkvæmt kennurunum og er það vel og er ég glaður.


Ég fór svo í prufu fyrir MA dæmið í Musical Theatre á laugardagsmorgninum í Guildford og mér fannst mér ekkert ganga neitt sérstaklega vel en ég var að fá bréf þess efnis að ég sé boðinn í "endurprufur" eða recall í maí þannig að eitthvað gerði ég rétt. Ég fer svo til Glaskow eftir helgi í prufur þar og hann Alli litli, sem var að lenda í morgun í London, ætlar að fljúga með mér og fljúga síðan þaðan til Ítalíu. Hann er að fara í prufu á morgun en ætlar svo aðeins að tassajilla í Villunni með okkur sveittum á kantinum. Helvíti fínt.Ég segi þetta gott núna en vil enda á því að segja að Normenn eru yndislegt fólk í alla staði og er það mest megnis ástæðan fyrir bleika skýjinu. Allar mínar Normannablammeringar fram að þessu hafa verið vanhugsaðar og óþarfar og biðst ég hér með forláts á þeim og ef ég hef sært einhvern þá bara venlig hilsen og hej alle hubba. Þið skiljið þetta þegar þið verðið eldri. Hej san.

Wednesday, March 08, 2006

Jú jú ég gæti alveg sagt eins og eitt orð eða farið með eina limru svona einungis vegna þess að ég er ekki í skólanum eða einhverju sérstöku verkefni þessa daganna. Fréttaþyrstir eru líka farnir að skjálfa.


Hvernig á ég að byrja? Í heimi þar sem ekkert er heilagt og enginn er óhultur. Í heimi þar sem pundið er orðið heilar 119 krónur og Emil í Kattholti fellur fyrir eigin hendi. Ég veit ekki hvar ég á að byrja. Svo sem kannski að á þriðjudaginn í síðustu viku var leitaður uppi leikvangur QPR hér í London því þar mættust með sterkari landsliðum heims í dag, Íslendingar og Trinidadar sem reykja Tobago. Circa bát 40 Trinidadar voru á hvern Ísbjörn og mikil voru lætin í þeim. Þeir voru mættir þarna löngu fyrir kick off að grilla allskonar poka fulla af kjöti og til að dreifa flautum og hristum. Þeir voru í stuði þrátt fyrir grillandi kuldann í Norður London. Maður hitti eiginlega ekki á neinn sem maður þekkti sem er frekar óvenjulegt þar sem maður er celeb og þekkir jú annan hvern ísbjörn. Hitti þó hann Gulla sem var með mér í landafræðinni.

Trinidadar unnu semsagt leikinn tvö núll og var ekki um miklar dýrðir í leik íslenska liðsins enda ekki mikið um stuðning eins og ég sagði áðan, mikið af hringlandi og syngjandi Trinidödum þess í stað. Sat samt sem áður við hliðina á fjölskyldu frá Ísafirði, yrti ekki á hana einu orði. Svo er þetta búið að vera svona og svona eins og þið skiljið. Fór svo helvíti illa í hálsinum, sem ég á til, hérna á mánudeginum fyrir sýninguna góðu og er búinn að vera hálf svona tuss tuss síðan þá. Gerðist fyrst náttúrulega þegar ég var í henni þjálfun einka hjá henni Berglindi glimmerbombu árið 2001. Þá tók ég einhverja upphýfingu alveg óupphitaður og tognaði svona hressilega á hálsinum. Búinn að vera með dodsjí háls ever sinns.

Reyndi sem sagt að leita mér lækningar hérna um daginn og leitaði þá á náðir dr. Ma sem er kínverskur praktísjóner sem rekur lítið verkstæði fyrir allra manna mein hérna á high strítinu í Eltham. Ég fór bara til kallsins og hann sagði að það væri sérstakur díll í gangi bara fyrir mig sem samanstæði af nálastungumeðferð og nuddi á aðeins 30 punnara, ekki slæmur díll það. Ég lagðist fyrir hjá dr. Ma og hann fór að selbita nálar í mig allan að aftan, nál í sitt hvorn kálfan, í sitt hvort aftanvert lærið, sitt hvora rasskinnina, neðst í hryggsúluna og svo tvær í öxl og háls hægra megin. Svo lét hann mig liggja og kom inn á svona 7 mínútna fresti og fiffaði aðeins í nálunum á milli þess sem hann hringdi út um hvippinn og hvappinn og talaði aðallega á kínversku. Hringdi samt eitt símtal þar sem hann virtist vera að reyna að selja útibúið sitt í Welling, eitthvað að minnka við sig kallinn, en þar var víst á ferðinni einhver ofurdíll, útibúið á útsöluprís. Dr. Ma alltaf með besta dílinn.

Ég verð að segja það að ég fann ekki mikinn mun á mér eftir nálarnar en hann gaf algört þrusunudd sem fól í sér miklar barsmíðar og mikla yfirferð á mér aðallega því ég var á fleygiferð þarna á bekknum. Hann lauk síðan nuddinu með bros og hlátri á vör og sagðist vera 72ja ára gamall og vera í tuddaformi, bara eins og Clint. Ég er viss um að Clint og dr. Ma hefðu um margt að masa enda báðir á toppi ferilsins og í tuddaformi.

Ég er svona að reyna að vinna úr þessum bæklaða hálsi mínum bara sjálfur með smá hjálp frá chiuvava nuddaranum Sigurði Herberts sem sýndi góða spretti hérna í gær. Verð að vera orðinn svona bærilegur fyrir prufurnar í Guildford á laugardaginn. Sit bara heima um þessar mundir og læri mónólógana fyrir prufurnar og les leikrit fyrir mock auditions sem eru í næstu viku. Fór svo til hennar Shonu Morris sem er fyrrverandi hreyfingarmógúll í Rosie B og ég tók viðtal við hana fyrir BA ritgerðina mína, fór barasta heim til hennar í Islington í Norður London, býr á jarðhæð með kettinum sínum, svo mikill hippi. Nú get ég kannski farið að skrifa niður nokkur orð í ritgerðinni því nú eru heimildirnar komnar svona nokkurn veginn í hús.


Jæja rassinn orðinn algjörlega dofinn á að sitja hérna á kistunni sem fylgdi með húsinu fyrir framan tölvuna þannig ég læt þetta verða gott núna. Ég bið því að heilsa ykkur þá og svo vinnum við Óskarinn bara á næsta ári og þá er ég að tala um fjölskylduna mína. Ble.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?