<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Sunday, April 16, 2006

Haldiði ekki að vorið hafi ákveðið að springa svona augljóslega og vænlega út eftir fjóra daga í Noregi. Ég tók strax eftir því þegar ég steig út úr lestinni í Eltham að litlir grænir angar voru farnir að kíkja út úr trjánum. Allt þetta eftir bara fjóra daga í Noregi.


Já svona lítur þá Noregur út. Gin úlfsins. Ljónagryfjan. Forgarður helvítis. Nei nei ekkert svona lengur. Já eftir fjóra daga í Noregi er ég sem nýr maður. Ég geng nú loks heill til skógar eftir langa mæðu. Get nú sest sveittari en nokkru sinni við skriftir á meistaraverkinu sem ritgerðin mín BA kemur til með að verða. Ég ráðlegg öllum, hágum sem lágum, að eyða einhverntíma á lífsleiðinni fjórum dögum í Noregi. Ég er allavega bættari fyrir vikið. En mikið skartaði veðráttan sínu allra mesta páskahreti sem hún hafði úr að moða. Allan tímann þá var svona hálfpartinn snjómuggulegur djöfull í loftinu en ekki snjóaði nú mikið. Við fimm stigin var hitinn en þokan réði ferðinni, alveg þykk og djöfulleg, birgði öllum sjónir hvort sem þeir voru nagdýr eða Nýsjálenskir eða hvoru tveggja væri nema síður væri.

Svo eru páskarnir voða heilagir í Noregi, man ekki hvernig þeir eru haldnir heima á Ís en þarna þá lokar allt á Skírdag og er lokað fram á sumar. Allir upp í fjöll í "hitt húsið" sem þeir eiga, þó enginn Alli í afgreiðslunni. Það eiga sem sagt allir annað hús upp í fjöllum einhversstaðar og þangað fóru ALLIR um páskana, á skíði eða héraveiðar eða eitthvað slíkt. Borgin Osló stóð svona nokkurn veginn tóm. Allar búðir lokaðar og kallinn sem ætlaði að birgja sig upp af kavíar og osti. Bjargvætturinn að þessu sinni reyndist vera búð að nafni 7 eleven en það eru dýrustu búðir í Noregi og á Norðurlöndunum öllum og þá er 1011 talin þar á meðal. Þannig okurbykkja mikil þar á ferðinni. Kallinn í fríi og verðskynið þar af leiðandi bilað og keypt var inn fyrir svona c.a. sexúsunnnkjeeeelllll. Allskonar norskt nammi og kavíar og ostur og Fishermans Friend TYGGJÓ!!!!!! Hugsiði ykkur hvað er til í henni veröld.

Þannig að missaða inn í dýrustu versluninni í dýrasta landi heims. Ekki slæmt. En þannig var nú það. En áður en ég dvaldið í fjóra daga í Noregi þá fórum ég og Þrölli Bró til landsins helga, Liverpool. Á Anfield náttúrulega að sjá strákana okkar í rauðu taka Bolton Vondur Fress í kleinuhring. Stórsigur sem við vitnum í, 1-0. Fengum þó mark, þrátt fyrir svona la la leik, þar sem við sátum með þeim allra hörðustu í The Kop, ég við hliðina á Normanni, ég er hef aðdráttarafl fyrir fólki sem er með dýran smekk. Við sátum sem sagt ekki saman en við gistum hins vegar báðir í Hotel Henderson sem er það ódýrasta og glæsilegasta sem ég hef rekist á í Evrópu. Sem sagt hún Cath og hennar co á þarna hús því þau eru náttúrulega heimaræktaðir Púlarar. Ekki nema 8 herbergi í slotinu því börnin sem bjuggu þar voru fimm talsins og eru þau öll flogin úr hreiðrinu núna, þannig nóg af rými í Casa de Lifrapaté. Aldeilis fín dvöl í Púlinu en áður en við mættum þangað þá höfðum við tekið smá túrhesta pjakka í henni Lon og Don og var það vel því ég er eitthvað svo mikill heimamaður að ég hef gleymt hálfpartinn að vera með túr á hesti allan þennan tíma. Svei mér.


Enní hú þá er aldeilis hérna búið að vera gott að gera svona gaman síðastliðnu daga og það allt í kringum páskana. Fyrsta sinn sem ég er "að heiman" þ.e. ekki á köldum klaka um þessa hátíð. Það var allt í góðu enda eru páskarnir í Englandi ekkert bigg díl. Landið er náttúrulega svo margslungið og hér er aragrúi af fólki víðs vegar að sem ekki heldur upp á né þekkir allt Nóa súkkulaðið sem heldur uppi fjörinu á páskunum. Ég flaug heim, eftir fjóra daga í Noregi, á Föstudaginn Laaaaaaaanga ( Goooooooood Friday) og þá var barsta flest allt opið á Hæ Strítinu mínu og til dæmis á Páskadag var líka flest svona opið. Man í denn heima þegar Þrölli bró þurfti að fara út á leigu á þriðjudegi fyrir Páska til að leigja svona dúsin mynda sem hann gat verið með í viku því það var allt LOKAÐ heima á Ís um Pjáskana. Ég fór nú bara út á Blockbusters og leigði myndir með miao miao og svo út í News(sjoppu)agent en þær eru nú flestar reknar af Indverjum (all Jew reaspect) og þannig stóð hún galopin og hress. En haldiði ykkur frá myndunum The Cronicles of Narnia og The Brothers Grimm. Ég veit það er fullmikið að taka tvær svona ævintýramyndir í einu en þær eru bara ekki nógu góðar. Fussumsvei og sveiattann eins og Soffía frænka myndi segja en hún er einmitt norsk.


Jæja segjum þetta gott úr Villunni í bili. Vorið er geðveikt komið til mín þannig ég fer að senda það til ykkar allra mjög bráðlega, eftir svona einn dag eða tvo eða fjóra..............daga í Noregi. Blæ blæ og miao miao.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?