<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/plusone.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Tuesday, May 16, 2006

Man einhver eftir mér? Ekki furða að þú spyrjir. Er ekkert búinn að sjást neitt mikið undanfarið. Ég hef nú ýmsar ástæður fyrir því. Nóg að gera og svona. Verð að vera dullegur og svo líka að slaka vel á þegar frí gefst.


Þannig er nú það að ég er bara byrjaður á endalokunum hérna hjá mér í skólanum sem leikur við hvern sinn fingur. Æfingar á Festen hófust semsagt í gær. Byrjum bara rólega og lesum yfir handritið og skiptum textanum niður í einingar. Svo er karaktervinna í þessari viku og framan af þeirri næstu. Nú verður maður að taka þennan barnaníðing föstum tökum og gera hann hvað mannlegastan og passa sig á því að ekki gera hann að einhverjum Satani Kölska sem er bara púkalegur. Hann verður að fá að njóta sín sem karakter á sviðinu eins og allir aðrir. Ohhhhhhhh ég er svo mikið að tala um Liiiiiiiiiiiistinaaaaaaaaa. Svo er bara að standa sig.


Síðasta vika var off fyrir okkur í Festen þannig það var tekið smá frí. Yndislegt veður alveg og pikknikk og hangs og labbað um London og bara rómó í rjómóblíðó. Setið í garðinum hjá skólanum og íkornum gefið pasta að nasla á og öndum gefið fransbrauð. Þessir íkornar éta allt, nema brauð með húmmúss. Í vikunni á undan hafði farið fram hið margrómaða Showcase þar sem senur eru sýndar fyrir umba og þumba. Það gekk mjög vel og London tekin með trompi síðan á eftir á mánudagskveldi. Eftir sjóið gaf sig að tali við mig lítil kona sem er casting director og hún spurði mig hvar ég væri fæddur því hún hélt ég væri velskur. Hún sagðist ráða mikið til sín erlenda leikara og ætlaði hún að fylgjast með mér sagði hún. Ég ætla að fá hana til að koma á Festen til að berja mig með augum.


Það er svo annar handleggur hvernig verður með næsta ár því ég fór til Guildford í endurkallsprufur fyrir MA námið góða og viti menn að kallinn flaug bara inn í skólann. Það þýðir að ég er ekki á leiðinni heim í bráð. Kannski kem ég ekki heim í sumar nema í mýflugumynd því þau sögðu við mig í Guildford að ég þyrfti að sækja danstíma í sumar ef ég ætlaði mér að halda í við fólk á kúrsinum. Þannig ég verð að læra smá grunn í steppi, ballet og jazz svona til að nefna eitthvað. Ég held að það sé betra að gera það hérna úti eða allavega auðveldara að nálgast það þannig þetta er doldið trikkí. Svo verður maður að vinna náttúrulega líka. Allt að gjeeeeeerastastasastata.


Já ég er latur að skrifa því annað er meira spennandi. Ég reyni samt að láta í mér heyra svona við og við. Later.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?