<$BlogRSDUrl$> <body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d5730663\x26blogName\x3dByrjun\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3den_US\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttps://viktor78.blogspot.com/\x26vt\x3d2737693256784172700', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>

Sunday, June 11, 2006

Ég má til með að blogga smá í tilefni dagsins, HM löngu byrjað og ég er að sjá fyrstu leikina í dag, hef verið á kafi í veislunni Festen þannig ég hef ekki haft tíma né löngun né þrek né styrk né úthald né frumkvæði til að setja eitthvað niður á vef. Núna smá.


Ég sit semsagt hérna inni í góðu skjóli í stofunni minnu bakvið öll laufblöðin á trjánum sem eru fyrir utan gluggann. Það er svo heitt að það er alveg hætt að vera fyndið. 27 gráður segja mælar einhversstaðar og BBC segir að það verði 30 á morgun. Stofan mín er þannig séð doldið svöl miðað við aðstæður. Það eru ský á lofti þannig sólin skín ekki alveg sem sterkust, ég gæfi ekki mikið fyrir það er svo væri. Nú væri gott að geta farið úr ullarpeysunni. En það besta sem maður getur gert í svona hita er að safna skeggi sem ég var náttúrulega beðinn um eins og vanalega. Mér líður eins og það séu pöddur að skríða á andlitinu á mér, klæjar djöfullega. Svo raka ég það af þegar allt er yfir og þá kemur í ljós milky way kjammi, ég lít út eins og Tyrki á skallanum. Gott bland, Tyrkja albínói. Talandi um albínóa þá var Nói Albínói sýndur á laugarsagskveldi á BBC 4 hérna um daginn. Skrýtið að sjá ís á skjánum.


Mexíkó var að skora. Júbbí kóla. Festen fer sem sagt upp í þessari viku og allt er að skríða saman. Gengur bara frekar vel en þetta æfingaferli er búið að vera eitt það erfiðasta sem ég hef átt við. Er það mest megnis vegna efnisinnihaldi leikritins. Allir í táraflóði á degi hverjum, that really takes it out of you. Maður er semsagt búinn að vera á útopnu með tárin og gnístran tannannanannana en ég er í fríi í dag og þvæ þvott eins og vindur, mjög góður þurkur í hitanum. Ég nenni ekki að þrífa slotið því ég hef ekki orku í það þannig að mamma og pabbi og co verða bara að fyrirgefa þegar þau koma síðar í vikunni. Ég er ekkert að tala um neina stýju bara smá ryk hér og þar.


Svo fór ég í prufu um daginn fyrir einhverja low budget stuttmynd og kallinn hreppti hlutverkið auðvitað og ég þarf að mæta á æfingar fyrir þessa mynd ofan á allar æfingarnar fyrir Festen þannig ekki mikill tími aflögu. Hún verður tekin upp þann 15. júlí þannig ég verð hérna úti allavega svo lengi. Þarf síðan að fara í danstíma fyrir þennan blessaða MA kúrs þannig eitthvað verð ég að djenga hérna frameftir. Svo að finna íbúð til að búa í á næsta ári. Íran var að jafna. Allt að gerast og nóg að dúlla. Langar svo að fitta inn smá tíma á klakabarði ofan á allt saman. Kemur í ljós hvað verður.

Ég er í fríi þannig ekki meira fingrakrafs. Blææ og áfram Einhver. Verð ég ekki að halda með Englandi? Fánar út um allt. Við vitum þið eruð ensk. Sjiiiiiiid.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?